Ferill 316. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 380  —  316. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um útflutningsskyldu sauðfjárafurða.

Frá Árna R. Árnasyni.



     1.      Hver hefur verið útflutningsskylda sauðfjárafurða frá upphafi núgildandi búvörusamnings, sundurliðað eftir árum?
     2.      Hvaða áhrif hafa uppkaup ríkisins og breytt eftirspurn eða sala á innanlandsmarkaði haft á útflutningsskyldu milli ára?
     3.      Hafa útflutningsskyldar sauðfjárafurðir verið seldar á innanlandsmarkaði? Ef svo er, hve mikil hefur sú sala orðið, hvernig hefur sú breyting komið fram í ákvörðun um útflutningsskyldu næsta árs og hvernig hafa sauðfjárbændur fengið skil á verðmun?