Ferill 246. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 394  —  246. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristjáns L. Möller um tekjur ríkissjóðs af almennu skemmtanaleyfi.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hverjar voru tekjur ríkissjóðs af almennu skemmtanaleyfi fyrir veitingastað skv. 32. tölul. 11. gr. laga um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, og hversu margir voru gjaldendurnir árin 1997, 1998 og 1999, sundurliðað eftir stærð sveitarfélaga:
     a.      með allt að 2000 íbúa,
     b.      með 2001–4000 íbúa,
     c.      með 4001–8000 íbúa,
     d.      með fleiri en 8000 íbúa?


    Samkvæmt upplýsingum Ríkisbókhalds og samkvæmt staðfestum upplýsingum frá sýslumönnum og lögreglustjóranum í Reykjavík voru innheimt skemmtanaleyfi fyrir veitingastað til eins árs eða skemur árið 1997 samtals kr. 12.530.000, árið 1998 samtals kr. 11.286.000 og árið 1999 samtals kr. 13.609.798. Engin leyfi voru innheimt frá 1. janúar 1997 til og með 31. desember 1999 fyrir veitingastað til lengri tíma en eins árs. Ekki reyndist unnt að sundurliða tekjurnar fyrir framangreind ár eftir stærð sveitarfélaga innan þeirra tímamarka sem veitt voru til að svara fyrirspurn. Til nánari upplýsinga fylgir meðfylgjandi tafla Ríkisbókhalds með sundurliðun gjalda eftir sýslumannsembættum.

Innheimt skemmtanaleyfi
(Ríkisbókhald 17. 11. 2000)

1997 1998 1999 1.1.–15.11.
2000
< 1 ár > 1 ár < 1 ár >1 ár < 1 ár >1 ár < 1 ár > 1 ár
Lögreglustjórinn í Reykjavík 7.200.000 0 6.200.000 0 8.200.000 0 6.500.000 0
Sýslumaðurinn í Kópavogi 100.000 0 200.000 0 100.000 0 100.000 0
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði 400.000 0 300.000 0 200.000 0 200.000 0
Sýslumaðurinn í Keflavík 300.000 0 261.000 0 534.798 0 600.000 0
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli 0 0 0 0 0 0 0 0
Sýslumaðurinn á Akranesi 300.000 0 200.000 0 300.000 0 400.000 0
Sýslumaðurinn í Borgarnesi 200.000 0 200.000 0 300.000 0 100.000 0
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi 200.000 0 0 0 300.000 0 300.000 0
1997 1998 1999 1.1.–15.11.
2000
< 1 ár > 1 ár < 1 ár >1 ár < 1 ár >1 ár < 1 ár > 1 ár
Sýslumaðurinn í Búðardal 0 0 0 0 0 0 0 0
Sýslumaðurinn á Ísafirði 400.000 0 500.000 0 500.000 0 500.000 0
Sýslumaðurinn í Bolungarvík 100.000 0 0 0 0 0 100.000 0
Sýslumaðurinn á Patreksfirði 200.000 0 200.000 0 200.000 0 200.000 0
Sýslumaðurinn á Hólmavík 0 0 0 0 0 0 0 0
Sýslumaðurinn á Siglufirði 100.000 0 100.000 0 100.000 0 200.000 0
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki 480.000 0 600.000 0 600.000 0 600.000 0
Sýslumaðurinn á Blönduósi 200.000 0 200.000 0 300.000 0 300.000 0
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði 0 0 0 0 0 0 100.000 0
Sýslumaðurinn á Akureyri 700.000 0 800.000 0 300.000 0 200.000 0
Sýslumaðurinn á Húsavík 200.000 0 375.000 0 0 0 0 0
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði 0 0 0 0 100.000 0 200.000 0
Sýslumaðurinn í Neskaupstað 100.000 0 0 0 100.000 0 100.000 0
Sýslumaðurinn á Eskifirði 450.000 0 450.000 0 375.000 0 100.000 0
Sýslumaðurinn á Höfn 300.000 0 0 0 200.000 0 0 0
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 300.000 0 300.000 0 300.000 0 200.000 0
Sýslumaðurinn á Selfossi 300.000 0 400.000 0 500.000 0 300.000 0
Sýslumaðurinn í Vík 0 0 0 0 0 0 0 0
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli 0 0 0 0 100.000 0 0 0

Samtals

12.530.000
0 11.286.000 0 13.609.798 0 11.300.000 0