Ferill 335. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 438  —  335. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um löndun á þorski erlendis sem veiddur var á Íslandsmiðum og stærðarflokkun þorskaflans á árunum 1930–80.

Frá Guðjóni A. Kristjánssyni.



     1.      Hversu mörgum tonnum af þorski, sem veiddur var eða skráður sem þorskafli á Íslandsmiðum , var landað á árunum 1930–80 í Bretlandi af breskum skipum, sundurliðað eftir árum? Hve mikið af þessum afla var flokkað sem þyrsklingur (,,codling“) í tonnum talið og sem hlutfall af heildarafla þorsks af Íslandsmiðum á áðurnefndu tímabili, sundurliðað eftir árum?
     2.      Hve miklu var landað af íslenskum skipum á sömu árum í Bretlandi eða öðrum löndum, sundurliðað eftir stærðarflokkum og árum?
     3.      Hversu mikill var þorskafli annarra þjóða en Breta og Íslendinga á tímabilinu, sundurliðað eftir árum?
     4.      Er til sundurliðun um stærðarsamsetningu þorsks í skráðum heimildum um þorskafla annarra þjóða en Breta og Íslendinga og ef svo er, hvernig er stærðarsamsetning aflans og um hvaða stærðarviðmið er að ræða? Er til stærðarflokkur sambærilegur við þyrskling („codling“) sem seldur var í Bretlandi á áðurnefndu tímabili og ef svo er, hvert er magn hans í tonnum og hlutfall af heildarþorskafla?
     5.      Hversu miklu var landað af þorski til fiskmjölsframleiðslu hérlendis á áðurnefndu tímabili, sundurliðað eftir árum og veiðarfærum?
     6.      Hvar var aflinn veiddur og á hvaða höfnum eða hjá hvaða fiskimjölsverksmiðjum var landað?


Skriflegt svar óskast.