Ferill 312. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 494  —  312. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 66/2000, um breytingu á XI. viðauka (Fjarskiptaþjónusta) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Nikulás Hannigan frá utanríkisráðuneyti og Jónínu S. Lárusdóttur frá viðskiptaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 66/2000, um breytingu á XI. viðauka (Fjarskiptaþjónusta) við EES- samninginn. Sú gerð sem um ræðir varðar ramma Evrópubandalagsins um rafræna undirskrift. Ákvörðunin kallar á lagabreytingar hér á landi og er stefnt að því að frumvarp til laga um rafrænar undirskriftir verði lagt fram á Alþingi snemma á árinu 2001.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Einar K. Guðfinnsson, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Jón Kristjánsson og Sighvatur Björgvinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 11. des. 2000.



Tómas Ingi Olrich,


form., frsm.


Árni R. Árnason.


Jónína Bjartmarz.



Steingrímur J. Sigfússon.


Þórunn Sveinbjarnardóttir.