Ferill 259. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 626  —  259. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um húsnæðismál ráðuneyta og Rekstrarfélag stjórnarráðsbygginga við Arnarhól.

     1.      Hvernig sundurgreinast þær 107,2 millj. kr. (fjárlagaliður 09-980) og 676 millj. kr. (fjárlagaliður 09-984) sem áætlaðar eru sem sértekjur af fasteignum ríkissjóðs samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2001? Hve stór hluti sérteknanna eru leigugreiðslur frá ráðuneytum og hvernig skiptast greiðslurnar milli ráðuneyta? Við hvaða verð á fermetra er miðað?
    Þær sértekjur sem eru í fjárlagalið 09-980 Rekstrarfélag stjórnarráðsbygginga við Arnarhól eru þjónustugreiðslur frá ráðuneytum og stofnunum. Fermetragjaldið er 960 kr. á mánuði og fara greiðslur eftir stærð viðkomandi ráðuneyta eða stofnana, sbr. eftirfarandi yfirlit yfir húsnæði Stjórnarráðs Íslands. Leigugreiðslur fara til greiðslu opinberra gjalda af byggingunum, rafmagns og hita, ræstingar og ræstingarvara, hús- og öryggisvörslu, viðhalds og endurbóta, og reksturs mötuneytis. Hér á eftir er einnig sundurgreining á fjárlagalið 09-984 Fasteignir ríkissjóðs. Tvö ráðuneyti greiða leigu af eigin húsnæði til stofnunarinnar en það eru heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Fermetragjald Fasteigna ríkissjóðs á næsta ári er áætlað 197,76 kr. fyrir geymsluhúsnæði og 367,95 fyrir skrifstofuhúsnæði.

Húsnæði ráðuneyta Stjórnarráðs Íslands, desember 2000.

Húsnæði í eigu ríkissjóðs
Forsætisráðuneyti við Lækjartorg
406,9 m 2
Fjármálaráðuneyti Arnarhváli
1.299,0 m 2
Fjármálaráðuneyti Sölvhóli
250,0 m 2
Fjármálaráðuneyti Sölvhólsgötu 7
495,0 m 2
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti Arnarhváli
629,0 m 2
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Arnarhváli
935,0 m 2
Menntamálaráðuneyti Sölvhóli
2.637,0 m 2
Landbúnaðarráðuneyti Sölvhólsgötu 7
676,0 m 2
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti Laugavegi 116
819,0 m 2
Utanríkisráðuneyti Rauðarárstíg 25
2.819,0 m 2
Hagstofa Íslands Skuggasundi 3
1.470,0 m 2
Hagstofa Íslands Lindargötu 9
361,0 m 2
Samtals
12.796,9 m2
Leiguhúsnæði ráðuneyta
Forsætisráðuneyti Hverfisgötu 4–6
627,0 m 2
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti Hverfisgötu 4a
68,4 m 2
Félagsmálaráðuneyti Hafnarhúsi
858,4 m 2
Samgönguráðuneyti Hafnarhúsi
845,0 m 2
Sjávarútvegsráðuneyti Skúlagötu 6
600,0 m 2
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti Laugavegi 103 og 116
312,0 m 2
Umhverfisráðuneyti Vonarstræti 4
640,0 m 2
Umhverfisráðuneyti Lækjargötu 12
351,0 m 2
Samtals
4.301,8 m2
Húsnæði ráðuneyta alls
17.098,7 m2


Greining á áætluðum sértekjum Fasteigna ríkissjóðs
og ráðstöfun þeirra, fjárlög 2001, millj. kr.

Uppruni Ráðstöfun



Stofnanir heyra til
neðangreindra ráðuneyta

Sértekjur
Fasteigna ríkissjóðs
Fasteignagjöld og brunatryggingar

Húsaleiga



Umsjón


Rekstur
samtals



Viðhald


Útgjöld
samtals
0
Alþingi
6,8 2,1 0,6 2,7 4,1 6,8
1
Forsætisráðuneyti Aðalstræti 6
2,1 2,1 2,1 2,1
2
Menntamálaráðuneyti
35,6 10,8 3,2 14,0 21,6 35,6
Framhaldsskólar
103,7 15,0 15,0 88,7 103,7
LÍN
15,2 15,2 15,2 15,2
3
Utanríkisráðuneyti
10,5 3,2 1,0 4,2 6,4 10,5
5
Sjávarútvegsráðuneyti
2,4 0,7 0,2 0,9 1,4 2,4
6
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti
169,7 51,6 15,3 66,9 102,8 169,7
7
Félagsmálaráðuneyti
10,6 3,2 1,0 4,2 6,4 10,6
Sáttasemjari
15,4 15,4 15,4 15,4
Barnaverndarstofa
7,2 7,2 7,2 7,2
Íbúðalánasjóður
38,1 38,1 38,1 38,1
8
Heilbrigðis- og tryggingamálar.
21,2 6,4 1,9 8,3 12,8 21,2
9
Fjármálaráðuneyti
92,6 28,2 8,4 36,5 56,1 92,6
FMR
19,1 19,1 19,1 19,1
Yfirskattanefnd
12,1 12,1 12,1 12,1
10 Samgönguráðuneyti
Hringbraut 121

8,1

8,1

8,1

8,1
11
Iðnaðarráðuneyti
25,5 7,7 2,3 10,0 15,4 25,5
Lögildingarstofa
19,6 19,6 19,6 19,6
12
Viðskiptaráðuneyti
6,2 1,9 0,6 2,4 3,7 6,2
14
Umhverfisráðuneyti
16,6 5,1 1,5 6,6 10,1 16,6
Vegna ríkisstofnana/ráðuneyta 638,4 135,9 136,9 35,9 308,7 329,7 638,4
Leigt öðrum en ríkisstofnunum:
Hringbraut 121
1,5 1,5 1,5 1,5
Borgartún 6
18,9 2,0 2,0 16,9 18,9
Kolaportið
16,7 1,8 1,8 14,9 16,7
Vegna annarra
37,1 3,8 3,8 33,3 37,1
Alls
675,5 139,7 138,4 35,9 314,0 361,5 6.755,0

     2.      Hver tekur ákvörðun um ráðstöfun fjár til rekstrar, viðhalds og stofnkostnaðar samkvæmt fjárlagaliðnum 09-980 (Rekstrarfélag stjórnarráðsbygginga við Arnarhól), 09- 981 (Ýmsar fasteignir ríkissjóðs) og 09-984 (Fasteignir ríkissjóðs), samtals 1.063 millj. kr.?
    Stjórn rekstrarfélags stjórnarráðsbygginga gerir í upphafi hvers árs áætlun um almennan rekstur og framkvæmdir og þjónustugjöld ársins vegna fjárlagaliðar 09-980 Rekstrarfélag stjórnarráðsbygginga við Arnarhól. Ákvörðun um ráðstöfun fjár á fjárlagalið 09-981 Ýmsar fasteignir ríkissjóðs hefur verið tekin af Alþingi, enda er þar um skilgreind verkefni að ræða, þ.e. að koma húsnæðismálum ráðuneyta í betra horf með uppbyggingu og endurnýjun húsnæðis á Sölvhólsgötu 11 og 13, sem er í eigu ríkisins. Ákvörðunarvald um framkvæmdir innan þess ramma sem settur hefur verið af Alþingi er hjá forsætisráðuneytinu. Varðandi fjárlagalið 09-984 Fasteignir ríkissjóðs þá tekur stofnunin ekki ákvarðanir um stofnkostnað. Það er gert af viðkomandi fagráðuneyti eða eftir atvikum af viðkomandi stofnun í samræmi við heimildir fjárlaga. Rekstrargjöld eru fyrst og fremst fasteignagjöld og brunatryggingar. Ráðstöfun viðhaldsfjár fer þannig fram að stofnanir/notendur senda árlega ábendingar til Fasteigna ríkissjóðs um nauðsynlegt viðhald eða endurbætur á húsnæði. Fasteignir ríkissjóðs leggja jafnframt sjálfstætt mat á viðhaldsþörf húsnæðis og raða verkefnum í forgangsröð. Reynt er að halda jöfnuði tekna og gjalda innan hvers ráðuneytis þótt tekjum sé ráðstafað til viðhalds milli einstakra eigna.

     3.      Hvernig er háttað starfsemi „Rekstrarfélags stjórnarráðsbygginga við Arnarhól“? Hverjir sitja í stjórn félagsins og hvernig eru þeir valdir?
    Aðilar að Rekstrarfélagi stjórnarráðsbygginga við Arnarhól eru menntamálaráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneyti, fjármálaráðuneyti, Ríkisbókhald, Ríkisfjárhirsla, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Einkaleyfastofan og Hagstofa Íslands. Félagið rekur húsnæði þessara ráðuneyta og stofnana ásamt því að reka staðarnet Stjórnarráðsins og sinna tölvunotendaþjónustu fyrir nokkur ráðuneyti. Í stjórn félagsins sitja nú fulltrúar frá öllum framantöldum aðilum nema Ríkisfjárhirslu og Einkaleyfastofu. Ráðuneytin tilnefna fulltrúa sinn í stjórn félagsins.

     4.      Hvernig er ætlað að verja þeim 208 millj. kr. sem samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2001 verður varið „til að koma húsnæðismálum ráðuneyta Stjórnarráðsins í betra horf“, sbr. skýringar á fjárlagalið 09-981 Ýmsar fasteignir ríkissjóðs?
    Að undanförnu hefur verið unnið að gerð deiliskipulags fyrir stjórnarráðsreitinn. Reiturinn afmarkast af Ingólfsstræti, Klapparstíg, Skúlagötu og Lindargötu. Áformað er að skipulagið verði afgreitt í umhverfis- og skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar á næstunni. Ákveðið er að á reitnum verði í framtíðinni aðsetur allra ráðuneyta annarra en forsætisráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins en þau verða til húsa þar sem þau eru nú. Þegar deiliskipulag liggur fyrir verður verður hafist handa við gerð langtímaáætlunar um uppbyggingu á reitnum. Fyrirsjáanlegt er að fljótlega þurfi að bæta úr húsnæðismálum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og umhverfisráðuneytisins. Heilbrigðisráðuneytið býr nú við óviðunandi aðstöðu vegna þrengsla og verður að finna lausn á því. Fjárveitingin sem óskað er eftir í frumvarpi til fjárlaga 2001 mun m.a. fara í að koma þessum ráðuneytum fyrir. Einnig þarf að huga að viðbyggingu austan við Arnarhvál, sem nýtast mun dóms- og kirkjumálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti.

     5.      Hvaða húsrými, í fermetrum talið, hafa aðalskrifstofur ráðuneytanna til ráðstöfunar í árslok 2000, eigið húsnæði annars vegar og leiguhúsnæði hins vegar? Eru uppi áform um stækkun á húsnæði ráðuneytanna og þá hvaða ráðuneyta? Hver er kostnaður við þá stækkun á fermetra og hve mikil er hún?

    Hér að framan er listi yfir eigið húsnæði annars vegar og leiguhúsnæði hins vegar sem aðalskrifstofur ráðuneytanna hafa yfir að ráða. Eins og fram hefur komið þarf að bæta úr húsnæðismálum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og umhverfisráðuneytis, ásamt því að huga að viðbyggingu við Arnarhvál, sem nýtast mun dóms- og kirkjumálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. Ekki er ljóst hver kostnaður á fermetra verður, enda liggur hönnun ekki fyrir og ekki hefur verið tekin ákvörðun um stækkun húsnæðis einstakra ráðuneyta. Þó má reikna með að heildarkostnaður á fermetra, hvort sem um er að ræða kaup á gömlu húsnæði og endurnýjun á því eða byggingu nýs, sé um 150–180 þús. kr. á fermetra. Eins og fram kemur í athugasemdum við fjárlagafrumvarpið er áætlað að heildarkostnaður við fyrsta áfanga þessara breytinga geti orðið nálægt 300 millj. kr.