Ferill 385. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 635  —  385. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um tekjur og gjöld ríkisins af íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi.

Frá Guðrúnu Ögmundsdóttur.



     1.      Hverjar eru áætlaðar tekjur ríkissjóðs á árunum 1999–2000 af gjöldum, svo sem tollum og virðisaukaskatti, af íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi í landinu?
     2.      Hvaða tekjur aðrar fær ríkissjóður af þessari starfsemi?
     3.      Hver er sundurliðaður fjárhagslegur stuðningur ríkisins, þar með talið allra ráðuneyta, við starfsemina í ár og hver var hann síðastliðin fimm ár?


Skriflegt svar óskast.