Ferill 386. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 636  —  386. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um notkun úranhúðaðra sprengiodda í loftárásum NATO á Júgóslavíu.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Var ríkisstjórn Íslands ljóst að til stæði að nota úranhúðaða sprengiodda í loftárásum á Júgóslavíu þegar hún samþykkti aðgerðirnar fyrir sitt leyti?
     2.      Hver hefur afstaða fulltrúa Íslands hjá NATO verið varðandi það að NATO afhendi upplýsingar og fallist á að vinna með óháðum aðilum að rannsókn á mengun og heilsutjóni af völdum loftárásanna og notkun sneydds úrans sérstaklega?
     3.      Hver er afstaða utanríkisráðherra eða ríkisstjórnarinnar til þess að notkun á sneyddu úrani verði bönnuð í aðgerðum á vegum NATO?