Ferill 396. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 646  —  396. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um skattskyldu barna.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hve háar voru skattgreiðslur barna innan 16 ára aldurs á sl. ári, sbr. ákvæði 2. mgr. 67. gr. skattalaga sem kveður á um skattalega meðferð á tekjum barna innan 16 ára aldurs?
     2.      Hve háar voru skattgreiðslur 16 og 17 ára barna á sl. ári og hverjar hefðu þær verið ef skattaleg meðferð þeirra hefði verið í samræmi við 2. mgr. 67. gr. skattalaga?
     3.      Hve mikið kostar það ríkissjóð að breyta aldursviðmiði 65. gr. skattalaga, sbr. og 2. mgr. 67. gr., í 18 ár?
     4.      Hvað rök eru fyrir aldursviðmiði 65. gr. skattalaga um skattskyldu barna innan 16 ára aldurs?
     5.      Er ráðherra sammála því að með því að hækka sjálfræðisaldur hafi löggjafinn lýst því yfir að líta beri á einstakling sem barn að 18 ára aldri, m.a. í skilningi skattalaga?
     6.      Telur ráðherra að breyta eigi skattskyldu barna í samræmi við ákvæði lögræðislaga frá 1997 um að sjálfráða verði menn 18 ára í stað 16 ára?
     7.      Tekur skattskylda barna mið af sjálfræðisaldrinum annars staðar á Norðurlöndunum?


Skriflegt svar óskast.