Ferill 356. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 657  —  356. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Péturs H. Blöndals um lífeyrisskuldbindingu vegna opinberra starfsmanna.

     1.      Hver er reiknuð og áætluð skuldbinding lífeyrissjóða með beinni ábyrgð ríkissjóðs frá árslokum 19962000? Hvaða lífeyrissjóðir eru þetta, hvaða eignir standa á móti þessum skuldbindingum um hver áramót og hver er skuldbinding ríkissjóðs og aðildarfyrirtækja? Hver er árleg aukning skuldbindingarinnar?
    Lífeyrissjóðirnir eru: A-deild LSR, B-deild LSR, S-deild LSR, séreignardeild, Lífeyrissjóður alþingismanna og Lífeyrissjóður ráðherra.
    Ríkissjóður ber beina ábyrgð á B-deild LSR, Lífeyrissjóði alþingismanna og Lífeyrissjóði ráðherra og taka svörin við framangreindum spurningum sem er að finna í meðfylgjandi töflum mið af því.
    Skuldbindingar lífeyrissjóða LSR og LH (samkvæmt ársreikningum sjóðanna):

a) Lífeyrisskuldbindingar (í millj. kr.).

Áætlun
1996 1997 1998 1999 2000
B-deild LSR 135.405 140.690 177.868 199.597 222.286
Lsj. hjúkrunarfræðinga 14.800 15.698 19.962 21.555 24.167
Lsj. alþingismanna 2.505 2.662 2.737 3.356 3.692
Lsj. ráðherra 330 345 366 697 767
Samtals 153.040 159.395 200.933 225.205 250.912


b) Aukning skuldbindingar (í millj. kr.).

Áætlun
1997 % 1998 % 1999 % 2000 %
B-deild LSR 5.285 4 37.178 26 21.729 12 22.689 11
Lsj. hjúkrunarfræðinga 898 6 4.264 27 1.593 8 2.612 12
Lsj. alþingismanna 157 6 75 3 619 23 336 10
Lsj. ráðherra 15 5 21 6 331 90 70 10
Samtals 6.355 4 41.538 26 24.272 12 25.707 11


c) Hrein eign samkvæmt efnahagsreikningi (í millj. kr.).

Áætlun
1996 1997 1998 1999 2000
B-LSR 31.463 33.666 36.402 52.780 66.102
Lsj. hjúkrunarfræðinga 3.873 4.281 4.633 6.320 7.825
Lsj. alþingismanna 0 0 0 40 80
Lsj. ráðherra 0 0 0 7 14
Samtals 35.336 37.947 41.035 59.147 74.021

d) Lífeyrisskuldbindingar nettó (í millj. kr.).

Áætlun
1996 1997 1998 1999 2000
B-deild LSR 103.942 107.024 141.466 146.817 156.184
Lsj. hjúkrunarfræðinga 10.927 11.417 15.329 15.235 16.342
Lsj. alþingismanna 2.505 2.662 2.737 3.316 3.612
Lsj. ráðherra 330 345 366 690 753
Samtals 117.704 121.448 159.898 166.058 176.891


e) Aukning skuldbindingar nettó (í millj. kr.).

1997 % 1998 % 1999 % 2000 %
B-deild LSR 3.082 3 34.441 32 5.351 4 9.367 6
Lsj. hjúkrunarfræðinga 490 4 3.912 34 -94 -1 1.107 7
Lsj. alþingismanna 157 6 75 3 579 21 296 9
Lsj. ráðherra 15 5 21 6 324 89 63 9
Samtals 3.744 3 38.449 32 6.160 4 10.833
    

    Tölur fyrir árið 2000 eru áætlaðar og ber að taka þær með fyrirvara. Ekki hefur verið tekið tillit til nýrra kjarasamninga í áætluðu mati fyrir árið 2000.

     2.      Hvað hafa ríkissjóður og aðildarfyrirtæki greitt aukalega á hverju ári frá 19972000 umfram hefðbundið iðgjald til þessara sjóða?
    Aukaframlag ríkissjóðs umfram lögboðin iðgjöld hefur verið sem hér segir:

Áætlun
1997 1998 1999 2000
B-deild LSR
0
0 6.884 7.724
Lsj. hjúkrunarfræðinga
0
0 870 835
Vaxtauppfærsla í árslok
0
0 261 1.081
Samtals
0
0 8.015 9.640
    
    Aukaframlag frá ríkissjóði kemur til innborgunar inn á skuldbindingar hans við sjóðina. Samkvæmt sérstöku samkomulagi milli sjóðanna og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er aukaframlagið uppfært í lok hvers árs með vöxtum og verðbótum í samræmi við ávöxtun sjóðanna.

    3. Hver er heildaraukning skuldbindingar ríkissjóðs og aðildarfyrirtækja auk aukagreiðslu skv. 2. lið frá árslokum 1996 til ársloka 2000?
    Skuldbindingar lífeyrissjóðanna að frátöldum eignum, ef ekki hefði komið til aukaframlags frá ríkissjóði, eru sem hér segir:

a) Lífeyrisskuldbindingar nettó (í millj. kr.).

Áætlun
1996 1997 1998 1999 2000
B-deild LSR 103.942 107.024 141.466 153.903 171.960
Lsj. hjúkrunarfræðinga 10.927 11.417 15.329 16.164 18.221
Lsj. alþingismanna 2.505 2.662 2.737 3.316 3.612
Lsj. ráðherra 330 345 366 690 753
Samtals 117.704 121.448 159.898 174.073 194.546

b) Aukning skuldbindingar nettó (í millj. kr.).

Áætlun
1997 % 1998 % 1999 % 2000 %
B-deild LSR 3.082 3 34.441 32 12.437 9 18.057 12
Lsj. hjúkrunarfræðinga 490 4 3.912 34 834 5 2.057 13
Lsj. alþingismanna 157 6 75 3 579 21 296 9
Lsj. ráðherra 15 5 21 6 324 89 63 9
Samtals 3.744 3 38.449 32 14.174 8 20.473 11
    
    Samkvæmt töflu hér að framan er nettóaukning skuldbindingarinnar, án framlags frá ríkissjóði á árunum 1996–2000 samtals 76.841 millj. kr., en að teknu tilliti til aukaframlags ríkissjóðs verður hún 59.186 millj. kr.

4.      Hvað eru margir sjóðfélagar í fyrrgreindum lífeyrissjóðum sem eru starfandi?
    Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt á sjóðunum í árslok 1999 áttu 41.042 sjóðfélagar réttindi í B-deild LSR, 476 hjá Lífeyrissjóði alþingismanna, 59 hjá Lífeyrissjóði ráðherra og 3.117 hjá Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga. Þessi réttindi skiptast í 3 meginflokka:
    — réttindi vegna lífeyrisþega,
    — geymd réttindi (hættir að greiða í sjóðinn en ekki komnir á lífeyri) og
    — réttindi virkra sjóðfélaga sem eru ennþá að greiða í sjóðinn.
    Hækkun á dagvinnulaunum hefur áhrif á skuldbindingu sjóðanna hvort sem um er að ræða réttindi lífeyrisþega, geymd réttindi eða virka sjóðfélaga. Stærstur hluti hækkunar á lífeyrisskuldbindingum undanfarin ár er vegna eldri réttinda, þ.e. réttinda sem voru fyrir í sjóðunum. Ef tekið er mið af B-deild LSR á árunum 1998–1999 hafa að meðaltali einungis 18% af hækkun skuldbindingarinnar verið vegna nýrra réttinda (vegna iðgjalda ársins) og eru því 82% hækkunarinnar vegna eldri réttinda.
    Launavísitala opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu sem reiknuð er út af Hagstofu Íslands hefur hækkað um tæp 50% frá ársbyrjun 1997 til október 2000. Hækkunina má rekja til aðlögunarsamninga þar sem hluti dagvinnu var færður inn í yfirvinnu og almennra launahækkana. Aðlögunarsamningarnir komu til framkvæmda á árunum 1997–1999 og þá aðallega á árinu 1998 þar sem hækkun skuldbindingar B-deildar LSR og LH var hvað mest.
    Eftirfarandi tafla sýnir meðalfjölda greiðandi sjóðfélaga hjá sjóðunum:

Meðalfjöldi greiðandi sjóðfélaga (samkvæmt ársreikningi).

Áætlun
1996 1997 1998 1999 2000
B-deild LSR 19.092 17.836 12.639 11.598 11.048
Lsj. hjúkrunarfræðinga 2.004 1.969 1.092 1.007 959
Lsj. alþingismanna 67 66 65 72 70
Lsj. ráðherra 11 11 11 12 12
Samtals 21.174 19.882 13.807 12.689 12.089

     5.      Hver er heildaraukning skuldbindingar skv. 3. lið á hvern starfandi sjóðfélaga skv. 4. lið?
    Að mati ráðuneytisins er eðlilegra að skipta aukningunni á alla þá sem eiga réttindi hjá sjóðunum, enda hefur hækkun dagvinnulauna áhrif á réttindi allra sjóðfélaga en ekki bara þeirra sem eru að greiða til sjóðanna í dag. Heildarfjöldi sjóðfélaga með réttindi hjá þeim sjóðum LSR og LH sem ríkissjóður er bakábyrgur fyrir var 44.694 talsins í lok árs 1999.
    Nettóhækkun á skuldbindingum ríkissjóðs og aðildarfélaga vegna þessara sjóða á tímabilinu 1996–2000 er áætluð 59.186 millj. kr. eða 1,3 millj. kr. á hvern sjóðfélaga með réttindi í árslok 1999. Ef ekki er tekið tillit til aukaframlagsins frá ríkissjóði er áætluð hækkun 76.841 millj. kr. eða 1,7 millj. kr. á hvern sjóðfélaga með réttindi í árslok 1999.

     6.      Hver er heildaraukning skuldbindingar skv. 3 lið sem hlutfall af iðgjaldsskyldum launum starfandi sjóðfélaga skv. 4. lið?
    10% iðgjald til sjóðanna á árinu 1999 nam samtals 2.197 millj. kr. sem svarar til 21.965 millj. kr. í iðgjaldsskyldar tekjur. Í samræmi við svar 5 hér að framan telur ráðuneytið ekki eðlilegt að skoða heildaraukningu skuldbindingar sem hlutfall af launum starfandi sjóðfélaga eingöngu.

     7.      Hver er áætluð heildarskuldbinding ríkissjóðs og aðildarfyrirtækja í árslok 2000 auk aukagreiðslna árin 1997–2000 á:
                  a.      hvern skattgreiðanda,
                  b.      hvern íbúa,
                  c.      hverja fjögurra manna fjölskyldu?

    Samkvæmt álagningarskrá ársins 2000 vegna tekna á árinu 1999 greiddu 127.031 manns almennan tekjuskatt. Heildarskuldbinding ríkissjóðs og aðildarfélaga í árslok 2000 að frádregnum aukagreiðslum er áætluð 176.890 millj. kr. sem svarar til 1,4 millj. kr. á hvern skattgreiðanda.
    Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands voru íbúar á Íslandi 279.049 talsins í árslok 1999. Heildarskuldbinding ríkissjóðs og aðildarfélaga í árslok 2000 að frádregnum aukagreiðslum er eins og áður sagði áætluð 176.890 millj. kr., eða 0,6 millj. kr. á hvern íbúa.
    Ef deilt er í íbúafjölda með 4 nemur skuldbindingin 2,5 millj. kr. á hverja 4 manna fjölskyldu. Einnig er hægt að miða við svokallaða kjarnafjölskyldu, en samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands voru kjarnafjölskyldur á Íslandi 65.591 talsins í árslok 1999. Heildarskuldbinding ríkissjóðs og aðildarfélaga í árslok 2000 að frádregnum aukagreiðslum er áætluð 176.890 millj. kr. sem jafngildir 2,7 millj. kr. á hverja kjarnafjölskyldu.