Ferill 408. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 663  —  408. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um kjarasamning sveitarfélaga við grunnskólakennara.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Falla auknar lífeyrisskuldbindingar vegna nýgerðs kjarasamnings sveitarfélaga við grunnskólakennara að fullu eða að einhverju leyti á ríkissjóð?
     2.      Ef svo er, hvað er áætlað að lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs aukist vegna þessa kjarasamnings:
                  a.      samtals út samningstímann,
                  b.      sem hlutfall af öllum greiddum launum samkvæmt kjarasamningnum,
                  c.      sem hlutfall af launum þeirra sem taka laun samkvæmt kjarasamningnum og eiga lífeyrisrétt sambærilegan rétti í B-deild LSR?
     3.      Hver er þessi heildaraukning lífeyrisskuldbindinga að meðaltali á:
                  a.      hvern grunnskólakennara (stöðugildi) sem tekur laun samkvæmt kjarasamningnum,
                  b.      hvern grunnskólakennara sem á lífeyrisrétt sambærilegan rétti í B-deild LSR?
     4.      Hver er ógreidd heildarskuldbinding ríkissjóðs vegna núverandi og fyrrverandi grunnskólakennara?
     5.      Var gert ráð fyrir þeirri stöðu við flutning grunnskólans til sveitarfélaganna að þau gerðu kjarasamninga sem ríkissjóður greiddi að hluta án þess að eiga aðild að samningunum?


Skriflegt svar óskast.
















Prentað upp.