Ferill 335. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 679  —  335. mál.




Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Guðjóns A. Kristjánssonar um löndun á þorski erlendis sem veiddur var á Íslandsmiðum og stærðarflokkun þorskaflans á árunum 1930–80.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu mörgum tonnum af þorski, sem veiddur var eða skráður sem þorskafli á Íslandsmiðum , var landað á árunum 1930–80 í Bretlandi af breskum skipum, sundurliðað eftir árum? Hve mikið af þessum afla var flokkað sem þyrsklingur (,,codling“) í tonnum talið og sem hlutfall af heildarafla þorsks af Íslandsmiðum á áðurnefndu tímabili, sundurliðað eftir árum?
     2.      Hve miklu var landað af íslenskum skipum á sömu árum í Bretlandi eða öðrum löndum, sundurliðað eftir stærðarflokkum og árum?
     3.      Hversu mikill var þorskafli annarra þjóða en Breta og Íslendinga á tímabilinu, sundurliðað eftir árum?
     4.      Er til sundurliðun um stærðarsamsetningu þorsks í skráðum heimildum um þorskafla annarra þjóða en Breta og Íslendinga og ef svo er, hvernig er stærðarsamsetning aflans og um hvaða stærðarviðmið er að ræða? Er til stærðarflokkur sambærilegur við þyrskling („codling“) sem seldur var í Bretlandi á áðurnefndu tímabili og ef svo er, hvert er magn hans í tonnum og hlutfall af heildarþorskafla?
     5.      Hversu miklu var landað af þorski til fiskmjölsframleiðslu hérlendis á áðurnefndu tímabili, sundurliðað eftir árum og veiðarfærum?
     6.      Hvar var aflinn veiddur og á hvaða höfnum eða hjá hvaða fiskimjölsverksmiðjum var landað?


    1. Upplýsingar um afla Breta á Íslandsmiðum á árunum 1930–80 er að finna í töflu 1. Þar koma einnig fram upplýsingar um hlut Íslendinga í heildarþorskafla á Íslandsmiðum, svo og hlut annarra þjóða en Breta. Taflan var unnin hjá Hafrannsóknastofnuninni og eru tölurnar fengnar úr skýrslum Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnuninni og Fiskifélaginu virðast ekki vera til upplýsingar um stærðarflokkun þorskafla. Bretar gefa árlega út eigin aflatölur og þar er afli af heimamiðum aðgreindur eftir stærðarflokkum (large, medium, small, unsorted) en afli af fjarlægum miðum er ekki stærðarskiptur.

Tafla 1. Þorskafli á Íslandsmiðum 1930–1980 (þús. tonn).
Ár Íslendingar Bretar Aðrir Alls Ár Íslendingar Bretar Aðrir Alls
1930 306.994 119.120 113.400 539.514 1960 295.668 109.414 59.941 465.023
1931 263.792 140.898 124.380 529.070 1961 233.874 96.539 44.503 374.916
1932 242.703 164.837 134.457 541.997 1962 221.820 105.144 59.912 386.876
1933 288.606 157.639 137.962 584.207 1963 232.839 123.185 54.026 410.050
1934 263.925 145.597 94.789 504.311 1964 273.584 122.207 37.814 433.605
1935 214.041 153.444 92.450 459.935 1965 233.483 128.136 32.722 394.341
1936 120.799 140.639 70.325 331.763 1966 223.974 109.038 24.385 357.397
1937 127.946 144.312 72.304 344.562 1967 193.449 126.566 25.439 345.454
1938 134.371 128.160 79.686 342.217 1968 227.594 111.571 42.790 381.955
1939 142.485 115.000 51.964 309.449 1969 281.680 95.386 29.858 406.924
1940 153.486 0 15.729 169.215 1970 302.875 125.235 43.783 471.893
1941 162.751 0 17.334 180.085 1971 250.325 157.717 46.017 454.059
1942 187.274 0 17.275 204.549 1972 225.354 144.207 29.635 399.196
1943 202.063 0 17.073 219.136 1973 235.184 121.320 23.381 379.885
1944 223.490 0 18.737 242.227 1974 238.282 115.465 21.240 374.987
1945 221.611 0 18.198 239.809 1975 264.975 90.993 15.023 370.991
1946 210.325 36.846 29.476 276.647 1976 280.832 53.534 13.997 348.363
1947 217.494 52.369 35.398 305.261 1977 329.676 0 10.375 340.051
1948 195.319 90.702 37.517 323.538 1978 319.648 0 8.572 328.220
1949 221.419 91.125 51.423 363.967 1979 360.080 0 7.936 368.016
1950 197.433 108.901 57.621 363.955 1980 429.044 0 6.000 435.044
1951 183.252 103.485 59.945 346.682
1952 237.314 94.568 68.061 399.943
1953 263.516 173.798 88.576 525.890
1954 306.191 165.694 75.645 547.530
1955 315.438 138.705 83.987 538.130
1956 292.586 127.786 60.337 480.709
1957 247.087 144.265 60.557 451.909
1958 284.407 150.517 73.759 508.683
1959 284.259 112.740 55.505 452.504


    2. Upplýsingar um þorskafla íslenskra skipa sem landað var í Bretlandi eru til frá árinu 1965 og eru þær fengnar frá Fiskifélaginu. Fyrir árabilið 1930–64 eru til tölur um heildarmagn og heildarverðmæti landaðs afla í Bretlandi, en þær tölur eru ekki alltaf sundurliðaðar eftir tegundum.

Löndun á þorski í Bretlandi af enskum skipum.



Ár Tonn
1965 11.391
1966 7.874
1967 7.494
1968 7.442
1969 7.217
1970 7.918
1971 5.848
1972 4.811
1973 182
1974 3.365
1975 1.664
1976 1.207
1977
1978 10.577
1979 17.399
1980 19.371


    3. Tölur um þorskafla annarra þjóða en Breta og Íslendinga koma fram í töflu 1.

    4. Ekki tókst að afla upplýsinga um stærðarflokkun þorskafla en samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnuninni er ekki vitað um skráðar heimildir um sundurliðun aflans eftir stærðarflokkum. Á vinnunefndarfundum ICES á sjöunda og áttunda áratugnum, þar sem fjallað var um ástand þorskstofnsins við Ísland, lögðu Bretar og Þjóðverjar fram gögn um aldursdreifingu þorsks í afla þeirra á Íslandsmiðum fyrir árin 1955–76. Þessar tölur hafa þó aldrei verið birtar í skýrslum ráðsins. Fiskifélagið á ekki til gögn varðandi þennan lið.

    5. Upplýsingar um þorskafla sem ráðstafað var til bræðslu eru til fyrir hvert ár hjá Fiskifélaginu frá árinu 1965 en ekki er hægt að tengja upplýsingar um þann afla sem fór í bræðslu við tegund veiðarfæra sem hann var veiddur með. Í töflu 2 er þorskafla árin 1965–80, sem ráðstafað var til bræðslu, skipt eftir landshlutum.

Tafla 2. Þorskafli 1965–1980 í tonnum — ráðstafað í bræðslu, skipt eftir landshlutum.
Ár Suðurland Reykjanes Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Allt landið
1965 6 19 35 10 2 5 31 109
1966 12 8 36 21 77
1967 13 30 76 24 13 22 179
1968 84 14 11 47 22 184 56 418
1969 354 588 47 122 5 116 136 1.368
1970 8 8 168 52 88 323
1971 23 5 8 7 7 50
1972 19 12 120 1 7 15 17 189
1973 3 219 23 11 1 53 3 313
1974 17 37 5 14 27 44 33 178
1975 7 4 43 2 24 23 1 102
1976 4 5 8 6 13 8 0 45
1977 7 1 5 2 39 2 57
1978 3 10 4 14 14 87 10 143
1979 2 7 1 2 5 5 3 25
1980 11 204 0 2 1 48 266

    6. Ekki er unnt að fá upplýsingar um hvar sá afli var veiddur sem fór í bræðslu. Í töflu 2 kemur aftur á móti fram í hvaða landshluta þorskaflinn var unninn.