Ferill 440. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 703  —  440. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um úthlutun sjónvarpsrása á höfuðborgarsvæðinu.

Frá Kristjáni Pálssyni.



     1.      Hve margar sjónvarpsrásir eru til úthlutunar á höfuðborgarsvæðinu og hve mörgum þeirra hefur ekki verið úthlutað?
     2.      Hve margir aðilar bíða eftir úthlutun sjónvarpsrása á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorni landsins og um hve margar rásir er beðið samtals?
     3.      Hvaða reglur gilda um úthlutun rása, þ.e. hvaða skilyrði þurfa aðilar að uppfylla, hve mörgum rásum getur einn aðili fengið úthlutað og hve lengi má halda rásum án þess að nýta þær?
     4.      Hvenær er von á stafrænu kerfi sjónvarps?