Ferill 377. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 706  —  377. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur og Steingríms J. Sigfússonar um fjölda og orsakir umferðarslysa á Reykjanesbraut.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver er heildarfjöldi slysa og umferðaróhappa á Reykjanesbraut frá því brautin var tekin í notkun, sundurgreint eftir árum:
                  a.      innan höfuðborgarsvæðis að Krýsuvíkurvegi,
                  b.      frá Krýsuvíkurvegi til Keflavíkur?
     2.      Í hversu mörgum tilfellum hafa orðið meiðsl á fólki, sundurgreint eftir árum:
                  a.      alvarleg meiðsl,
                  b.      minna alvarleg meiðsl,
                  c.      dauðsföll,
        og hver hefur bílbeltanotkun verið í hverju tilfelli?
     3.      Hefur farið fram greining á orsökum umferðarslysa á Reykjanesbraut frá því brautin var tekin í notkun? Ef svo er, hverjar eru þá taldar orsakir slysa þar sem orðið hafa meiðsl á fólki, sundurgreint eftir árum?
     4.      Hverjar hafa verið orsakir alvarlegustu slysanna?
     5.      Hver er tíðni slysa og umferðaróhappa á Reykjanesbraut borið saman við aðrar helstu umferðaræðar sem talist geta sambærilegar?
     6.      Hver eru áform löggæsluyfirvalda til að tryggja að virtar séu hraðatakmarkanir á Reykjanesbraut og hefur í því sambandi verið rætt um notkun löggæslumyndavéla?

    Ekki var unnt að afla allra þeirra upplýsinga sem óskað er eftir í fyrirspurninni en svarið byggist á þeim gögnum sem til eru um Reykjanesbrautina. Upplýsinga var aflað hjá Umferðarráði en myndrit og upplýsingar þaðan um banaslys á Reykjanesbraut eru talsvert ítarlegri en um var beðið. Vísað er til fylgiskjals varðandi svör við 1.–5. lið fyrirspurnarinnar.
    Nú þegar hefur verið komið á samstarfi milli lögreglustjóranna í Keflavík, á Keflavíkurflugvelli og í Hafnarfirði um öflugt eftirlit sem þessi þrjú embætti skipta á milli sín á Reykjanesbrautinni. Í undirbúningi er að koma á samstarfi milli Vegagerðarinnar og ríkislögreglustjóra um aðgerðir til að ná niður umferðarhraða, m.a. með fjölgun löggæslumyndavéla.
    Gerð hafa verið drög að árangursstjórnunarsamningi á milli Vegagerðarinnar, ríkislögreglustjóra og hlutaðeigandi lögreglustjóra á suðvesturhluta landsins, þ.m.t. á Reykjanesbrautinni. Samkvæmt honum er stefnt að því að þessir aðilar setji sér ákveðin mælanleg markmið um lækkun umferðarhraða á þessum vegum og að samningurinn gildi til eins árs í byrjun. Í upphafi átaksins fari fram nákvæmar mælingar á umferðarhraða, m.a. með löggæslumyndavélum, og það kannað hver sé óhindraður umferðarmeðalhraði á Reykjanesbrautinni. Leiðir að því markmiði að minnka umferðarhraða felist í því að stórefla eftirlit lögreglunnar á brautinni með fjölgun lögreglubíla, fjölgun lögreglumanna í eftirliti og með kaupum á löggæslumyndavélum og að sekta ökumenn sem mælast yfir hámarkshraða. Eftirlit Vegagerðarinnar yrði einnig eflt samhliða aukinni tækjavæðingu, svo sem með sjálfvirkum tækjum til að mæla hraða og telja ökutæki og með bifreiðum við vegaeftirlit. Stefnt er að því að mælanlegur árangur komi fram í minni meðalhraða á fyrrgreindum vegum, en ljóst er að stunda verður reglulegar og kerfisbundnar mælingar á umferðarhraða á samningstímabilinu. Með minni umferðarhraða eru verulegar líkur á að umferðarslysum fækki.
    Á næstunni skilar nefnd um endurskoðun umferðarlaga, sem dómsmálaráðherra skipaði sl. haust, tillögum sínum. Meðal þess sem þar er til umfjöllunar er umtalsverð hækkun sekta og sjóður sem þær renna í að hluta til þess að standa undir aukinni umferðarlöggæslu.
Fylgiskjal.


Umferðarráð:

Slys á Reykjanesbraut.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.







Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.






                        

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



                                  

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.