Ferill 358. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 714  —  358. mál.




Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um einbreiðar brýr.

     1.      Hvaða einbreiðu brýr hafa verið breikkaðar ár hvert frá 1998 og hver hefur heildarkostnaðurinn verið á ári á núgildandi verðlagi?
    Hér á eftir er yfirlit yfir einbreiðar brýr sem hafa verið aflagðar eða rifnar og í stað þeirra komið brýr með tveimur akreinum eða sett stálræsi í viðkomandi vatnsfall. Fjárveitingar eru af ýmsum toga, nýframkvæmdir vega, sérstakar fjárveitingar til breikkunar eða endurnýjunar brúa, fjárveitingar til smábrúa og viðhaldsfjárveitingar, þar sem hagkvæmara hefur þótt að endurnýja brýr en gera við. Þá hefur fjárveiting til öryggisaðgerða að hluta til verið notuð í þessu skyni.
    Kostnaðartölur eru ekki nákvæmar, sérstaklega þar sem einbreiðar brýr eru endurnýjaðar með stálrörum og eru hluti af nýbyggingu vega.
    Á árinu 1998 voru eftirtaldar 27 brýr endurnýjaðar eða breikkaðar:

Vegur Kafli Vegheiti Brúarheiti
1 b6 Hringvegur Bakkakotsá
1 b7 Hringvegur Holtsá undir Eyjafjöllum
1 b7 Hringvegur Svaðbælisá
1 s6 Hringvegur Víðidalsá hjá Ármótaseli
1 u5 Hringvegur Fossá í Berufirði
1 v9 Hringvegur Brunnhólsá
1 v9 Hringvegur Lambleiksstaðakíll
1 y1 Hringvegur Gígjukvísl
37 04 Laugarvatnsvegur Andalækur
54 06 Snæfellsnesvegur Laxá í Miklholtshreppi
54 15 Snæfellsnesvegur Berserkseyrará
61 07 Djúpvegur Ennisá
61 29 Djúpvegur Hjarðardalsá
62 02 Barðastrandarvegur Vaðalsá
62 03 Barðastrandarvegur Arnarbýlisá
62 03 Barðastrandarvegur Hagaá
76 07 Siglufjarðarvegur Hrolleifsdalsá
96 07 Suðurfjarðavegur Selá
268 03 Þingskálavegur Hraunteigslækur
272 01 Bjallavegur Bjallalækur
286 01 Hagabraut Steinslækur í Holtum
574 01 Útnesvegur Hamraendalækur
643 06 Strandavegur Kleifá (Kleifaá)
643 06 Strandavegur Seljá
923 01 Jökuldalsvegur Hnjúksá á Jökuldal
2530 01 Skeggjastaðavegur Skurður við Skeggjastaði
9367 01 Tunguhagavegur Tunguhagalækur

    Heildarkostnaður vegna breikkana og endurbyggingar brúa og ræsa í stað einbreiðra brúa árið 1998 er áætlaður um 670 m.kr. Stærsta einstaka verkefnið á árinu 1998 var endurbygging brúar á Gígjukvísl á Skeiðarársandi og nam kostnaður við það um 415 m.kr.
    Á árinu 1999 voru eftirtaldar 17 brýr endurnýjaðar eða breikkaðar:

Vegur Kafli Vegheiti Brúarheiti
1 b4 Hringvegur Deildará
1 b5 Hringvegur Hólsá á Sólheimasandi
1 b6 Hringvegur Kaldaklifsá
1 v0 Hringvegur Þvottá
1 v2 Hringvegur Víkurá
50 03 Borgarfjarðarbraut Geirsá
50 03 Borgarfjarðarbraut Flókadalsá
54 11 Snæfellsnesvegur Búlandsgil
54 11 Snæfellsnesvegur Tunguós
60 43 Vestfjarðavegur Gemlufallsá
61 21 Djúpvegur Ósá
62 01 Barðastrandarvegur Þverá í Vatnsfirði
92 07 Norðfjarðarvegur Eskifjarðará
643 05 Strandavegur Fossá
643 06 Strandavegur Húsaá I
643 06 Strandavegur Kraká
748 01 Reykjastrandarvegur Fagranesá

    Heildarkostnaður vegna breikkana og endurbyggingar brúa og ræsa í stað einbreiðra brúa árið 1999 er áætlaður um 200 m.kr.
    Á árinu 2000 voru eftirtaldar 29 brýr endurnýjaðar eða breikkaðar:

Vegur Kafli Vegheiti Brúarheiti
1 a4 Hringvegur Hörgsá
1 b2 Hringvegur Kerlingardalsá
1 b4 Hringvegur Hvammsá í Mýrdal
1 b6 Hringvegur Skógá
1 k6 Hringvegur Víðidalsá
1 q8 Hringvegur Seljadalsá
1 s7 Hringvegur Fremsta-Rjúkandi
1 s7 Hringvegur Garðá hjá Skjöldólfsstöðum
1 s7 Hringvegur Sauðá
1 s8 Hringvegur Staðará á Jökuldal
1 t5 Hringvegur Víná
1 t7 Hringvegur Forviðará
50 03 Borgarfjarðarbraut Grímsá
54 09 Snæfellsnesvegur Bjarnafossgil
54 09 Snæfellsnesvegur Hraunhafnará
60 02 Vestfjarðavegur Austurá
60 31 Vestfjarðavegur Þverá í Vattarfirði
61 26 Djúpvegur Álftagrófará
61 26 Djúpvegur Gervidalsá
74 02 Skagastrandarvegur Hafursstaðaá
74 02 Skagastrandarvegur Hallá
74 02 Skagastrandarvegur Hrafná
76 04 Siglufjarðarvegur Grafará
Vegur Kafli Vegheiti Brúarheiti
83 02 Grenivíkurvegur Fnjóská hjá Laufási
85 13 Norðausturvegur Stórilækur
507 01 Mófellsstaðavegur Hreppsgil
360 03 Grafningsvegur efri Torfdalslækur
2420 01 Skógavegur Kverná hjá Skógum
5784 01 Stóra-Langadalsvegur Skurður hjá Stóra-Langadal

    Heildarkostnaður vegna breikkana og endurbyggingar brúa og ræsa í stað einbreiðra brúa árið 2000 er áætlaður um 580 m.kr. Stærstu einstöku verkefnin á árinu 2000 voru endurbygging brúa á Fnjóská hjá Laufási og Grímsá í Borgarfirði, en kostnaður við þau nam um 240 m.kr. Við opnun á nýrri leið yfir Möðrudalsöræfi, Háreksstaðaleið, lögðust af 3 einbreiðar brýr á Hringvegi en þær munu áfram gegna hlutverki á landsvegi að sumri til og eru því ekki taldar með hér.

     2.      Hvaða einbreiðu brýr verða breikkaðar á tímabili gildandi vegáætlunar og hver verður heildarkostnaður ár hvert á núgildandi verðlagi?
    Á árunum 2001–2004, eða til loka núgildandi vegáætlunar, er gert ráð fyrir að eftirtaldar 56 einbreiðar brýr verði endurnýjaðar eða vegum breytt.

Vegur Kafli Vegheiti Brúarheiti
1 a2 Hringvegur Djúpá í Fljótshverfi
1 a2 Hringvegur Laxá í Fljótshverfi
1 a2 Hringvegur Brúará í Fljótshverfi
1 a6 Hringvegur Skaftá
1 b5 Hringvegur Klifandi
1 c0 Hringvegur Þverá
1 c8 Hringvegur Þjórsá
1 h4 Hringvegur Norðurá í Heiðarsporði
1 k1 Hringvegur Síká
1 k8 Hringvegur Gljúfurá
1 k8 Hringvegur Vatnsdalsá
1 q6 Hringvegur Hrúteyjarkvísl
1 q8 Hringvegur Reykjadalsá
1 s1 Hringvegur Víðidalsá í Víðidal
1 s2 Hringvegur Skarðsá á Fjöllum
1 s4 Hringvegur Langadalsá
1 u5 Hringvegur Berufjarðará
1 x0 Hringvegur Hólmsá á Mýrum
1 x0 Hringvegur Smyrlabjargaá
1 x1 Hringvegur Uppsalaá
32 01 Þjórsárdalsvegur Kálfá
35 04 Biskupstungnabraut Brúará
35 08 Hringvegur Laugaá
37 03 Laugarvatnsvegur Brúará
54 15 Snæfellsnesvegur Hrafná
54 15 Snæfellsnesvegur Slýá
54 02 Snæfellsnesvegur Langá á Mýrum
54 02 Snæfellsnesvegur Urriðaá
54 03 Snæfellsnesvegur Hítará
54 04 Snæfellsnesvegur Kaldá
54 05 Snæfellsnesvegur Núpá
Vegur Kafli Vegheiti Brúarheiti
54 08 Snæfellsnesvegur Staðará
60 01 Vestfjarðavegur Skútagil
60 01 Vestfjarðavegur Bjarnardalsá
60 01 Vestfjarðavegur Miðdalsgil
61 26 Djúpvegur Múlaá
61 26 Djúpvegur Ísafjarðará
61 31 Djúpvegur Hvalskurðarós
61 33 Djúpvegur Rjúkandi
61 45 Djúpvegur Ósá í Bolungarvík
76 04 Siglufjarðarvegur Hofsá
85 03 Norðausturvegur Laxá í Aðaldal
85 24 Norðausturvegur Svalbarðsá
85 43 Norðausturvegur Hölkná
85 44 Norðausturvegur Langadalsá
92 10 Norðfjarðarvegur Norðfjarðará
93 01 Seyðisfjarðarvegur Eyvindará
408 01 Heiðmerkurvegur Elliðavatnsós
744 02 Þverárfjallsvegur Laxá á Þverárfjallsvegi
806 01 Tunguvegur Svarfaðardalsá
807 01 Skíðadalsvegur Hofsá
807 01 Skíðadalsvegur Skíðadalsá
917 01 Hlíðarvegur Laxá hjá Fossvöllum
931 04 Upphéraðsvegur Hengifossá
931 04 Upphéraðsvegur Kvísl úr Bessastaðaá
931 04 Upphéraðsvegur Bessastaðaá
931 05 Upphéraðsvegur Gilsá
    
    Áætlaður kostnaður við endurbyggingu og/eða breikkun einbreiðra brúa er eftirfarandi:
Árið 2001 1.000 m.kr.
Árið 2002 700 m.kr.
Árið 2003 400 m.kr.
Árið 2004 350 m.kr.
    Kostnaðartölur eru ekki nákvæmar, sérstaklega þar sem brýr eru endurnýjaðar með stálrörum eða eru hluti af nýbyggingu vega.
    Brýr sem taldar eru hér að framan eru fjármagnaðar af nýbyggingum brúa og vega. Ekki liggja enn fyrir viðhaldsáætlanir eða áætlanir um smábrýr fyrir tímabilið. Búast má því við að listinn lengist nokkuð í raun.

     3.      Hvað má áætla að margar einbreiðar brýr, þar sem umferð er meiri en 400 bílar á dag, verði enn í notkun að loknu gildandi vegáætlunartímabili?
    Að loknu tímabili núgildandi vegáætlunar er gert ráð fyrir að í notkun verði 15 brýr, þar sem ársdagsumferð er meiri en 400 bílar á dag.