Ferill 175. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 734  —  175. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis.

Frá iðnaðarnefnd.



     1.      Við 1. gr. 1. málsl. orðist svo: Lög þessi taka til leitar, rannsókna og vinnslu kolvetnis og flutnings þess eftir leiðslukerfi utan netlaga í landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunni Íslands.
     2.      Við 2. gr. 2. tölul. 2. mgr. orðist svo: Hvers konar flutningstæki sem nýtt eru til kolvetnisstarfsemi meðan þau liggja við festar.
     3.      Við 4. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Áður en veitt er leyfi til leitar skal ráðherra leita umsagnar sjávarútvegsráðuneytis og umhverfisráðuneytis.
     4.      Við 7. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Áður en veitt er rannsóknar- og vinnsluleyfi, samþykki eða leyfi fyrir einstökum framkvæmdum skv. 14.–18. gr. skal ráðherra leita umsagnar sjávarútvegsráðuneytis og umhverfisráðuneytis.
     5.      Við 8. gr. 1. málsl. 4. mgr. orðist svo: Þegar sérstaklega stendur á er iðnaðarráðherra heimilt að veita leyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis án auglýsingar.
     6.      Við 11. gr. Við bætist nýr töluliður, 17. tölul., svohljóðandi: Nauðsynlegar tryggingar vegna kostnaðar við frágang vinnslusvæðis.
     7.      Við 21. gr. Greinin falli brott.
     8.      Á undan 22. gr. komi ný grein, 21. gr., sem orðist svo ásamt fyrirsögn:

Umhverfissjónarmið.


             Við veitingu leyfis skv. III. og IV. kafla skal þess gætt að nýting auðlindanna sé með þeim hætti að tekið sé tillit til umhverfissjónarmiða, nýting auðlindanna sé hagkvæm frá þjóðhagslegu sjónarmiði og tekið sé tillit til nýtingar sem þegar er hafin í næsta nágrenni.
     9.      Fyrirsögn V. kafla orðist svo: Umhverfisvernd, vinnuumhverfi og öryggisráðstafanir.
     10.      Við 28. gr. 2. mgr. orðist svo:
             Bætur fyrir líkamstjón eða vegna missis framfæranda má lækka eða fella niður ef sá sem varð fyrir tjóni eða lést átti að einhverju leyti sjálfur sök á tjóninu af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Bætur fyrir tjón á munum má lækka eða fella niður ef sá sem fyrir tjóni varð átti sjálfur að einhverju leyti sök á tjóninu af ásetningi eða gáleysi.





Prentað upp.