Ferill 468. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 747  —  468. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpastarfsemi.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Er Ísland aðili að yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpastarfsemi sem undirrituð var í Palermó á Sikiley í desember árið 2000?
     2.      Hvað felur yfirlýsingin í sér er lýtur að skipulagðri verslun með manneskjur?
     3.      Er þess að vænta að aðild að yfirlýsingunni kalli á lagasetningu um efni hennar, svo sem verslun með manneskjur til kynlífsþrælkunar?