Ferill 469. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 748  —  469. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um PCB-mengun í Reykjavík.

Frá Katrínu Fjeldsted.



     1.      Getur ráðherra upplýst um það hvort PCB-mengun sé enn að finna í Sundahöfn í Reykjavík og þá í hvaða mæli?
     2.      Eru fleiri staðir í borginni þar sem fundist hefur PCB-mengun í jarðvegi?
     3.      Hafa mengunarkröfur í starfsleyfum fyrirtækja verið hertar frá því að Evrópusambandið setti mörk á leyfilega losun díoxína/furana frá mengandi fyrirtækjum?
     4.      Hefur slík tilskipun frá ESB verið samþykkt hér á landi og þá í hvaða formi?