Ferill 471. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 750  —  471. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um framkvæmd samnings um framleiðslu sauðfjárafurða.

Frá Drífu J. Sigfúsdóttur.



     1.      Hver verða uppkaup ríkissjóðs á greiðslumarki á þessu ári miðað við að í samningi landbúnaðarráðherra og Bændasamtaka Íslands um framleiðslu sauðfjárafurða frá 11. mars 2000 er gert ráð fyrir að ríkissjóður kaupi greiðslumark er nemur 45.000 ærgildum?
     2.      Hvenær má ætla að sala á greiðslumarki verði frjáls en samkvæmt samningnum verður það eftir að uppkaupin hafa farið fram en þó ekki síðar en 1. janúar 2004?
     3.      Má ætla að uppkaupin leiði til hagfelldari dreifingar á sauðfjáreign?
     4.      Hvenær má vænta tillagna frá ráðherra um fyrirkomulag gæðastýringar í sauðfjárrækt í samræmi við þau markmið samningsins að efla fagmennsku í sauðfjárrækt og að sauðfjárrækt sé í samræmi við umhverfisvernd?
     5.      Mun gæðastýringin leiða til öflugri markaða fyrir sauðfjárafurðir við að rekjanleiki og framleiðslueftirlit verður aukið?
     6.      Verður þörf á að taka til endurskoðunar önnur ákvæði í löggjöf, svo sem um dýrasjúkdóma og landgræðslu, til að tryggja að gæðastýringin nái tilgangi sínum?
     7.      Er ástæða til að kanna möguleika á að taka upp samninga milli stjórnvalda og bænda um gæðastýringu við aðra framleiðslu búfjárafurða, svo sem mjólkur?


Skriflegt svar óskast.