Ferill 491. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 777  —  491. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um starfsgreinaráð.

Frá Svanfríði Jónasdóttur.



     1.      Hvaða starfsgreinaráð hafa verið skipuð skv. 28. gr. laga um framhaldsskóla og hvaða starfsgreinar og/eða starfsgreinaflokkar heyra undir hvert þeirra?
     2.      Að hvaða verkefnum er hvert starfsgreinaráð aðallega að vinna núna?
     3.      Hvað af því sem starfsgreinaráðin hafa unnið að er komið til framkvæmda þannig að gefin hafi verið út námskrá í viðkomandi grein og/eða farið sé að vinna eftir námskrá sem gefin var út á grundvelli tillagna starfsgreinaráðs?
     4.      Hvaða námskrár, unnar á grundvelli tillagna starfsgreinaráðs, eru væntanlegar fyrir næsta skólaár eða á næsta skólaári?
     5.      Á hvaða sviðum er mest uppbygging starfsnáms á grundvelli tillagna starfsgreinaráðanna?
     6.      Hversu mikill hefur kostnaður menntamálaráðuneytis verið vegna þessa starfs og hvernig skiptist hann milli greina?


Skriflegt svar óskast.