Ferill 500. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 787  —  500. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um tilraunaskóla og sérstakar nýjungar í skólastarfi.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hefur ráðherra styrkt sérstaklega tilraunaskóla eða sérstakar nýjungar í skólastarfi samkvæmt heimild í 53. gr. laga nr. 66/1995, um grunnskóla?
     2.      Ef svo er, hvaða verkefni eru það og hver eru markmið þeirra, hverjir standa að þeim og hvar eru þau á vegi stödd?
     3.      Hvar er að finna niðurstöður þeirra tilrauna sem lokið er?