Ferill 517. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 813  —  517. mál.




Fyrirspurn


til viðskiptaráðherra um greiðslur vegna tjóna á útihúsum af völdum jarðskjálfta.

Frá Margréti Frímannsdóttur.


     1.      Í hve mörgum tilvikum var um að ræða bótaskylt tjón á útihúsum í jarðskjálftunum á Suðurlandi 17. og 21. júní 2000? Í hve mörgum tilvikum var um að ræða altjón á útihúsum?
     2.      Hverjar eru bótafjárhæðir viðlagatryggingar þegar um var að ræða altjón útihúsa, sundurliðað eftir eignum borið saman við brunabótamat, endurstofnverð og áætlaðan endurbyggingarkostnað?
     3.      Verður mismunur á útgreiddum bótum byggðum á brunabótamati útihúsa og raunverulegum endurbyggingarkostnaði sömu eigna greiddur þeim sem urðu fyrir tjóni?


Skriflegt svar óskast.