Ferill 532. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 828  —  532. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um rafmagnseftirlit.

Frá Gísla S. Einarssyni og Ögmundi Jónassyni.



     1.      Hversu margar rafveitur hafa verið skoðaðar árlega sl. þrjú ár:
                  a.      nýjar neysluveitur, heildarskoðun, þ.e. allt rafkerfi viðkomandi húsa,
                  b.      nýjar neysluveitur, hlutaskoðun, þ.e. hversu margar veitur eru aðeins skoðaðar að hluta,
                  c.      gamlar neysluveitur, heildarskoðun, þ.e. íbúðaveitur, atvinnuhúsnæði, sveitaveitur og stærri iðnaðarveitur, svo sem verksmiðjur,
                  d.      háspennuveitur, þ.e. aflstöðvar, tengivirki og háspennulínur?
     2.      Er mikið um að stærri neysluveitur séu aðeins skoðaðar að hluta þar sem skoðunarstofur í rafmagnseftirliti verða að takmarka skoðunartíma fyrir hverja veitu vegna kostnaðar?
     3.      Hver er meðalkostnaður rafmagnseftirlitsskoðana neysluveitna sem unnar eru af skoðunarstofum í umboði Löggildingarstofu á:
                  a.      íbúðum í fjölbýlishúsum, annars vegar gömlum og hins vegar nýjum,
                  b.      einbýlis- og raðhúsum,
                  c.      atvinnuhúsnæði, annars vegar heildarskoðun og hins vegar hlutaskoðun,
                  d.      stærri iðnaðarveitum, svo sem verksmiðjum?


Skriflegt svar óskast.