Ferill 539. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 839  —  539. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um brjóstastækkanir.

Frá Katrínu Fjeldsted.



     1.      Hefur ráðherra upplýsingar um það hve margar brjóstastækkunaraðgerðir hafa verið gerðar hér á landi sl. 5–10 ár, annars vegar hjá konum sem fengið hafa krabbamein í brjóst og hins vegar sem fegrunaraðgerð eingöngu?
     2.      Hve lengi endast brjóstapúðar sem komið er fyrir við aðgerðirnar?
     3.      Tekur Tryggingastofnun ríkisins þátt í kostnaði við brjóstastækkunaraðgerðir?
     4.      Í hve mörgum tilvikum hefur silíkon verið notað sem fyllingarefni?
     5.      Er silíkon enn notað við brjóstastækkanir hér á landi sem fylliefni eða utan um saltvatnsfyllingar?
     6.      Hvers konar brjóstapúða er heimilt að nota við aðgerðirnar og við hvaða staðla er miðað?
     7.      Er vitað hve margar konur hafa kvartað til landlæknis um aukaverkanir af silíkonpúðum?