Ferill 546. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 849  —  546. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um póstþjónustu.

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      Hvenær verða settar ákveðnar gæðakröfur um grunnpóstþjónustu í landinu sem taki meðal annars til póstmóttöku, póstdreifingar, aðbúnaðar, öryggismála, póstleyndar og aðgengis almennings að þessari þjónustu?
     2.      Hvaða skilgreindar kröfur eru nú gerðar um póstmóttöku og póstdreifingu, sem og fjölda, aðbúnað og þjónustustig póststöðva í landinu?
     3.      Hver tekur út og samþykkir færslu póstafgreiðslna, aðbúnað, öryggi, rekstrarform og þjónustustig nýrra póststöðva og hvernig er formlega staðið að þeirri úttekt?
     4.      Mun ráðherra láta afturkalla lokun pósthúsanna á Hofsósi og í Varmahlíð ef breytingin sem þar á að verða þýðir lakari gæði eða beinan niðurskurð póstþjónustu á þessum stöðum frá því sem áður var eða að hún samræmist ekki ákvæðum í starfsleyfi Íslandspósts hf. frá 28. janúar 1998?