Ferill 578. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 895  —  578. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um viðbrögð við skýrslum Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.

Frá Katrínu Fjeldsted.



     1.      Hafa skýrslur fjölþjóðlegrar sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar verið til umfjöllunar í ráðuneytinu?
     2.      Hyggst ráðherra bregðast við niðurstöðum þeirra með sýnilegum hætti?
     3.      Munu niðurstöður nefndarinnar hafa áhrif á umhverfisstefnu ríkisstjórnarinnar, t.d. á þann hátt að farið verði að virkja vind- og sólarorku í auknum mæli hér á landi?