Ferill 580. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 897  —  580. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um sérstakt átak í lífrænni ræktun.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hvernig hefur verið unnið að því að auka hlut landbúnaðarafurða, sem hlotið hafa lífræna vottun, samkvæmt ályktunum Alþingis 4. júní 1998 og 10. mars 1999?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir breyttum áherslum í íslenskum landbúnaði við gerð næstu búvörusamninga með tilliti til aðlögunarstuðnings við lífrænan landbúnað?
     3.      Mun ráðherra leggja áherslu á fjölskyldubú í næstu samningum eins og gert hefur verið erlendis eða mun ráðherra styrkja sérhæfingu í búskap sem oft leiðir til einhæfni og verksmiðjubúskapar?
     4.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir sérstöku átaki í lífrænum landbúnaði með tilliti til þeirrar þróunar sem orðið hefur í útbreiðslu sjúkdóma í búfé?