Ferill 604. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 974  —  604. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um vanskil einstaklinga.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hver voru heildarvanskil einstaklinga hjá viðskiptabönkum, Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum 1999, 2000 og á fyrsta ársfjórðungi 2001, annars vegar í fjárhæðum og hins vegar sem hlutfall af heildarútlánum? Óskað er eftir að fram komi sérstaklega breytingar milli ára á heildarfjárhæðum og heildarútlánum, auk fjölda þeirra sem lentu í vanskilum.
     2.      Hver voru heildarvanskil einstaklinga hjá tryggingafélögum og eignarleigum 1999, 2000 og á fyrsta ársfjórðungi 2001? Óskað er sundurliðunar eftir bílalánum og öðrum lánum og að fram komi heildarfjárhæðir vanskila, hlutfall þeirra af heildarútlánum og fjöldi þeirra sem lentu í vanskilum.
     3.      Hver var heildarvanskilakostnaður og dráttarvextir, annars vegar skv. 1. lið og hins vegar skv. 2. lið?


Skriflegt svar óskast.




















Prentað upp.