Ferill 605. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 975  —  605. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um úrbætur í málefnum fatlaðra.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hvað hefur verið gert til þess að framfylgja þeim fjölmörgu ábendingum og tillögum um úrbætur í málefnum fatlaðra sem fram koma í skýrslu starfshóps um menningar- og tómstundastörf fatlaðra sem unnin var á vegum félagsmálaráðuneytis og skilað í október 1999?
     2.      Voru niðurstöður starfshópsins og tillögur kynntar fulltrúum sveitarfélaganna vegna fyrirhugaðrar yfirtöku sveitarfélaga á þessum málaflokki?
     3.      Hver er áætlaður heildarkostnaður við þær úrbætur sem lagðar eru til í skýrslu starfshópsins? Var tekið tillit til þess kostnaðar við útreikninga á fjárþörf við fyrirhugaða yfirtöku sveitarfélaganna á málefnum fatlaðra? Ef ekki, hvernig hyggst ráðherra tryggja að tillögum starfshópsins verði fylgt eftir?