Ferill 606. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 976  —  606. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um meðferðarstarf og ferðakostnað aðstandenda ungra fíkniefnaneytenda.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Er meðferðarstarf fyrir unga fíkniefnaneytendur sem fram fer á heimilum á vegum Barnaverndarstofu skilgreint sem sjúkdómsmeðferð? Ef ekki, hver er ástæða þess?
     2.      Hver er áætlaður heildarferðakostnaður foreldra eða aðstandenda við þátttöku þeirra í meðferðarstarfi á heimilum fyrir unga fíkniefnaneytendur?
     3.      Hvaða reglur gilda um þátttöku almannatryggingakerfisins í ferðakostnaði foreldra eða aðstandenda ungra fíkniefnaneytenda sem eru á meðferðarheimilum fjarri heimabyggð? Ef um hlutdeild almannatrygginga er að ræða í þessum kostnaði, hver er hún? Ef ekki, hver er ástæða þess, og mun ráðherra beita sér fyrir breytingum í þá veru?