Ferill 613. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 983  —  613. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um uppkaup á greiðslumarki í sauðfjárrækt.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



     1.      Hve mikil uppkaup hafa orðið á greiðslumarki í sauðfjárframleiðslu í samræmi við samning bænda og ríkisvaldsins um sauðfjárframleiðslu frá 11. mars 2000?
     2.      Hve mikil urðu þessi uppkaup í einstökum sýslum?
     3.      Hversu hátt hlutfall af greiðslumarki í sauðfé var selt úr hverri einstakri sýslu og á landinu í heild?
     4.      Hver eru áform um frekari uppkaup á greiðslumarki í sauðfjárframleiðslu?
     5.      Er líklegt að frjálst framsal greiðslumarks geti hafist á árinu 2002 í ljósi þeirra uppkaupa sem fram hafa farið?
     6.      Hefur verið lagt mat á uppkaupin með hliðsjón af stærð búa, hvort um sé að ræða hrein sauðfjárbú eða blönduð og hvort líklegt sé að þau muni stuðla að öflugri sauðfjárrækt í landbúnaðarhéruðum þar sem hún er meginbúskapargreinin?


Skriflegt svar óskast.