Ferill 617. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 989  —  617. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um notkun lagaheimildar til að skylda sakborninga til dvalar á meðferðarstofnun.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



    Hversu oft á árunum 1995–2000 hafa dómstólar beitt ákvæði 4. tölul. 57. gr. almennra hegningarlaga þess efnis að heimilt sé að skylda sakborning til dvalar á meðferðarstofnun í allt að 18 mánuði vegna áfengis- og deyfilyfjanotkunar, og hve oft hafa átt í hlut sakborningar 18 ára og yngri?