Ferill 371. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 996  —  371. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um samanburð á launakjörum lögreglumanna hér á landi og í Danmörku.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver eru mánaðargrunnlaun almennra lögreglumanna sem lokið hafa lögreglunámi hér á landi eftir 1 árs, 5, 10, 15, 20 og 25 ára starf? Hver eru mánaðargrunnlaun lögreglumanna með lögreglumenntun í Danmörku, skipt niður á sömu ár? Hver eru mánaðarlaun menntaðra lögreglumanna hér á landi með föstu vaktaálagi, skipt niður á sömu starfsár? Hver eru mánaðarlaun menntaðra lögreglumanna í Danmörku með föstu vaktaálagi, skipt niður á sömu starfsár? Hvert er meðaltal yfirvinnutíma á mánuði á hvern menntaðan lögreglumann sem gengur almennar vaktir hér á landi, skipt niður á embætti og sömu starfsár? Hvert er sambærilegt meðaltal yfirvinnutíma í Danmörku?
     2.      Hver eru mánaðargrunnlaun almennra lögreglumanna sem hafa ekki lokið lögreglunámi hér á landi eftir 1 árs, 5, 10, 15, 20 og 25 ára starf? Hver eru mánaðargrunnlaun lögreglumanna án lögreglumenntunar í Danmörku, skipt niður á sömu ár? Hver eru mánaðarlaun ómenntaðra lögreglumanna hér á landi með föstu vaktaálagi, skipt niður á sömu starfsár? Hver eru mánaðarlaun ómenntaðra lögreglumanna í Danmörku með föstu vaktaálagi, skipt niður á sömu starfsár? Hvert er meðaltal yfirvinnutíma á mánuði á hvern ómenntaðan lögreglumann sem gengur almennar vaktir hér á landi, skipt niður á embætti og sömu starfsár? Hvert er sambærilegt meðaltal yfirvinnutíma í Danmörku?
     3.      Hver eru mánaðargrunnlaun varðstjóra í lögreglunni hér á landi eftir 1 árs, 5, 10, 15, 20 og 25 ára starf? Hver eru mánaðargrunnlaun varðstjóra í lögreglunni í Danmörku eftir sama starfsárafjölda? Hver eru mánaðargrunnlaun ásamt föstu álagi hér á landi og í Danmörku, skipt niður á sömu ár? Hvert er meðaltal yfirvinnutíma varðstjóra á mánuði, skipt niður á lögregluumdæmi? Hvert er meðaltal yfirvinnutíma á mánuði hjá varðstjóra eða manni í sambærilegri stöðu í Danmörku?


    Í tilefni af framkominni fyrirspurn var óskað eftir upplýsingum ríkislögreglustjóra um efni hennar, þar sem leita þurfti upplýsinga á fleiri en einum stað. Embætti ríkislögreglustjóra framsendi Ríkisbókhaldi, launadeild, fyrirspurnina að því er varðar launakjör lögreglumanna hér á landi, en jafnframt var fyrirspurnin framsend ríkislögreglustjóra í Danmörku. Þó að fyrirspurnin hafi einungis verið í þremur tölusettum liðum er raunverulega spurt um níu atriði og miðaðist fyrirspurnin til Ríkisbókhalds, launadeildar, við það. Langan tíma hefur tekið fyrir þessa aðila að leita svara við fyrirspurninni. Meðfylgjandi samantektir eru tvær að því er varðar launakjör, annars vegar sú sem snýr að launakjörum lögreglumanna hér á landi og hins vegar sú sem snýr að launakjörum danskra lögreglumanna. Enn fremur fylgir samantekt sem hefur að geyma meðalmánaðartekjur íslenskra lögreglumanna árið 2000. Er sú samantekt í töflu 3. Að því er varðar launakjör íslenskra lögreglumanna, sjá töflu 1, eru forsendur Ríkisbókhalds, launadeildar, eftirfarandi:
     1.      Svörin byggjast á launum lögreglumanna árið 2000 og eru takmörkuð við þá sem hafa fengið greitt fyrir alla mánuði ársins, en starfsaldur er reiknaður miðað við árslok 1999.
     2.      Til mánaðarlauna eru talin laun á hefðbundnum mánaðarlaunategundum auk orlofs- og desemberuppbótar.
     3.      Vaktaálag er vaktaálag á launategundum 501 til 516 en aðeins talið hjá þeim sem eru með vaktaálagstegund vaktavinnumanna (50x).
     4.      Við reikning á meðalyfirvinnustundum á mánuði er lögð saman sú yfirvinna sem viðkomandi fékk auðkennda því starfsheiti sem gildir um svarið en fjöldi mánaða eru þeir mánuðir sem hann fékk greidda dagvinnu í samræmi við starfsheiti.
     5.      Þær tölur sem gefnar eru upp eru meðaltalstölur frá 1 ári að 5 árum, frá 5 árum að 10 árum, frá 10 árum að 15 árum, frá 15 árum að 20 árum og síðan 25 ár og yfir. Ríkisbókhald, launadeild, taldi t.d. réttara að miða við meðallaun á starfsaldursbili heldur en meðallaun á starfsaldri.
    Tafla tvö, er varðar launakjör danskra lögreglumanna, sýnir að launauppbygging dönsku lögreglunnar er mjög ólík þeirri sem er hér á landi og því mjög erfitt um samanburð. Launakjör samkvæmt samantektinni miðast við nýjustu kjarasamninga danskra lögreglumanna og er í launatöflum miðað við kjör samkvæmt samningum 1. október 2000. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmannadeild ríkislögreglustjórans í Danmörku er ekki hægt að setja kjör lögreglumanna þar upp í töflu, líkt og beðið var um af hálfu ríkislögreglustjóra. Danskir lögreglumenn byrja í launaflokki 13 eftir skóla og eru þá ráðnir til reynslu í þrjú ár. Að þeim tíma loknum flytjast þeir í launaflokk 16. Þeir hækka síðan sjálfkrafa um þrep innan launaflokks á tveggja ára fresti. Möguleiki er að sækja um launaflokkshækkun, upp í launaflokk 19, sem fjármálaráðuneytið verður að gefa samþykki við. Er miðað við aukna menntun lögreglumanna við þá ákvörðunartöku.
    Við skráningu í meðfylgjandi samantekt er miðað við að lögreglumenn byrji í launaflokki 13, hækki síðan í launaflokk 16 eftir þrjú ár og hækki síðan á tveggja ára fresti um eitt þrep innan launaflokksins. Ekki er tekinn með sá möguleiki að hækka úr launaflokki 16 í 19, þar sem slíkt er háð mati hverju sinni og ekki algilt.
    Samkvæmt upplýsingum frá danska ríkislögreglustjóranum vinna lögreglumenn að jafnaði ekki yfirvinnu og sé um það að ræða, þá taka þeir frí frá störfum á dagvinnutíma á móti. Einungis í undantekningartilfellum er greitt fyrir unna yfirvinnu. Þá kemur einnig fram í samantektinni að í Danmörku starfar enginn sem lögreglumaður án prófs frá danska lögregluskólanum.
    Að lokum skal ítrekað að örðugt er að bera saman þessi launakerfi þar sem þau eru mjög ólík að uppbyggingu. Íslenska kerfið byggist á grunnlaunum sem síðan bætast við margvíslegar álögur. Launatekjur eru því í mörgum tilvikum í ósamræmi við þá heildarmynd sem grunnlaun lögreglumanna gefa. Sem dæmi um framangreint má vísa til þeirra talna sem fram koma í töflu 3.

Tafla 1. Niðurstöðutölur úr upplýsingum frá Ríkisbókhaldi, launadeild.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Tafla 2. Laun lögreglumanna í Danmörku, niðurstöðutölur úr upplýsingum
frá starfsmannadeild ríkislögreglustjórans í Danmörku.

Dags.: 10.03.2001. Gengi: 10,752.
Laun lögreglumanna í Danmörku eru miðuð við taxta frá 1. október 2000.
Eftir 1 ár Eftir 5 ár Eftir 10 ár Eftir 15 ár Eftir 25 ár
Mánaðargrunnlaun lögreglumanna sem lokið hafa prófi frá lögregluskóla DKR 18.295,43 20.139,14 20.631,66 20.885,92 20.885,92
IKR 196.712,46 216.536,03 221.831,61 224.565,41 224.565,41
Mánaðarlaun lögreglumanna með föstu vaktaálagi sem lokið hafa prófi frá lögregluskóla DKR 20.295,43 22.139,14 22.631,66 22.885,92 22.885,92
IKR 218.216,46 238.040,03 243.335,61 246.069,41 246.069,41
Greitt er fast vaktaálag, u.þ.b. 2.000 DKR á mánuði ef lögreglumenn ganga vaktir
Mánaðargrunnlaun lögreglumanna sem ekki hafa próf frá lögregluskóla Enginn starfar sem lögreglumaður án prófs frá lögregluskóla
Mánaðarlaun lögreglumanna með föstu vaktaálagi sem ekki hafa próf frá lögregluskóla Enginn starfar sem lögreglumaður án prófs frá lögregluskóla
Meðaltal yfirvinnu lögreglumanna á
mánuði sem ekki hafa próf frá lögregluskóla
Enginn starfar sem lögreglumaður án prófs frá lögregluskóla
Mánaðargrunnlaun varðstjóra DKR 22.669,59 23.818,26 23.818,26 24.415,73 24.415,73
IKR 243.743,43 249.834,44 256.093,93 262.517,93 262.517,93
Mánaðargrunnlaun varðstjóra ásamt
föstu vaktaálagi
DKR 24.669,59 25.236,09 25.818,26 26.415,73 26.415,73
IKR 265.247,43 271.338,44 277.597,93 284.021,93 284.021,93
Meðaltal yfirvinnu varðstjóra á mánuði Yfirvinna er ekki hluti af launum lögreglumanna og í þeim tilvikum, sem vinnuálag kallar á yfirvinnu, er tekið samsvarandi frí á móti. Yfirvinna er ekki greidd út nema í sérstökum tilvikum.

Tafla 3. Meðalmánaðartekjur karla og kvenna 2000.


Staða

Nánari lýsing
Meðalmánaðarlaun
Karlar Konur
Yfirlögregluþjónn

361.054

0
Aðstoðaryfirlögregluþjónn

342.965

401.136
Lögreglufulltrúi

310.442

232.558
Aðalvarðstjóri

331.262

380.575
Rannsóknarlögreglumaður 1 Eftir 3 ár sem rannsóknarlögreglumaður 2

285.502

232.943
Lögregluvarðstjóri

302.731

237.621
Rannsóknarlögreglum. 2

261.951

259.878
Aðstoðarvarðstjóri

282.054

313.825
Lögreglumaður, flokksstjóri 1 Eftir 15 ár í starfi

265.142

241.830
Lögreglumaður, flokksstjóri 2 Eftir 10 ár í starfi

283.253

242.943
Lögreglumaður, flokksstjóri 3 Eftir 5 ár í starfi

257.029

235.797
Lögreglumaður Í sérhæfðu starfi

236.505

233.390
Lögreglumaður Eftir Lögregluskólann

221.643

207.748
Afleysingamaður Án prófs frá Lögregluskólann

178.742

169.441

    Upplýsingar um launatekjur eru fengnar frá Ríkisbókhaldi, launadeild. Sérstaklega þarf að athuga að hér er um að ræða meðaltal mánaðarlauna sem fengið er þannig að reiknuð eru út heildarlaun ársins fyrir hvert starfsheiti og síðan meðaltal á mánuði á hvert stöðuheiti út frá fjölda ársverka. Ekki er munur á grunnlaunum karla og kvenna í hverju stöðuheiti, heldur felst mismunurinn fyrst og fremst í mismikilli aukavinnu og mismunandi starfsaldursþrepum.