Ferill 689. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1068  —  689. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um þjóðlendur.

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      Hvenær er að vænta úrskurðar óbyggðanefndar um mörk þjóðlendna í Árnessýslu?
     2.      Kemur til greina að fresta nú þegar frekari kröfugerð á öðrum landsvæðum uns sá úrskurður liggur fyrir í ljósi þeirrar miklu óánægju sem orðið hefur vart með vinnubrögð og kröfugerð ráðuneytisins við ákvörðun þjóðlendna?
     3.      Kemur til greina að endurskoða frá grunni vinnubrögð við framkvæmd laga um þjóðlendur og móta nýjar verklagsreglur fyrir kröfugerð ríkisins til þjóðlendna sem væru nær anda laganna?
     4.      Kemur til greina að ráðherra afturkalli kröfurnar sem hann hefur sett fram gagnvart landeigendum í Austur-Skaftafellssýslu og vinni þær upp á nýtt ef úrskurður óbyggðanefndar í Árnessýslu verður mjög fjarri þeirri kröfugerð sem hann setti fram í upphafi?