Ferill 584. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1073  —  584. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Lúðvíks Bergvinssonar um kostnað ríkissjóðs við leigubifreiðaakstur.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver var kostnaður ríkissjóðs árin 1998, 1999 og 2000 af leigubifreiðaakstri opinberra starfsmanna, sundurliðað eftir árum?

    Kostnaður af leigubifreiðaakstri hjá stofnunum í A-hluta ríkisreiknings var 75.188.721 kr. árið 1998 og 89.830.501 kr. árið 1999.
    Þar sem uppgjöri ríkisreiknings vegna síðastliðins árs er ólokið er ekki unnt að veita upplýsingar um leigubifreiðakostnað árið 2000.