Ferill 613. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1088  —  613. mál.




Svar



landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um uppkaup á greiðslumarki í sauðfjárrækt.

     1.      Hve mikil uppkaup hafa orðið á greiðslumarki í sauðfjárframleiðslu í samræmi við samning bænda og ríkisvaldsins um sauðfjárframleiðslu frá 11. mars 2000?
    Á árinu 2000 voru gerðir samningar um uppkaup á 35.106,8 ærgildum.

     2.      Hve mikil urðu þessi uppkaup í einstökum sýslum?
     3.      Hversu hátt hlutfall af greiðslumarki í sauðfé var selt úr hverri einstakri sýslu og á landinu í heild?

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    
Í töflunni koma fram svör við þessum spurningum. Fyrsti dálkur sýnir greiðslumark í hverri sýslu, annar dálkur hlutfall greiðslumarks á landsvísu, þriðji dálkur sýnir skiptingu keypts greiðslumarks eftir sýslum, fjórði dálkur sýnir hlutfall keypts greiðslumarks miðað við heildaruppkaup og fimmti dálkurinn sýnir hversu hátt hlutfall keypts greiðslumarks er innan sýslunnar.
     4.      Hver eru áform um frekari uppkaup á greiðslumarki í sauðfjárframleiðslu?
    Samkvæmt ákvæðum samnings um framleiðslu sauðfjárafurða frá 11. mars 2000 er í hagræðingarskyni stefnt að uppkaupum á greiðslumarki í sauðfjárframleiðslu. Markmiðið er að kaupa 45 þúsund ærgildi. Þegar hafa verið keypt um 35 þúsund og því áform um að kaupa upp 10 þúsund til viðbótar á árinu 2001.

     5.      Er líklegt að frjálst framsal greiðslumarks geti hafist á árinu 2002 í ljósi þeirra uppkaupa sem fram hafa farið?
    Samningur um framleiðslu sauðfjárafurða felur í sér að viðskipti með greiðslumark verði gefin frjáls þegar keypt hafa verið upp 45 þúsund ærgildi og þó eigi síðar en 1. janúar árið 2004. Verulegar líkur eru á að uppkaupamarkmiðið náist þegar á árinu 2001 og að viðskipti með greiðslumark verði gefin frjáls í byrjun næsta árs.

     6.      Hefur verið lagt mat á uppkaupin með hliðsjón af stærð búa, hvort um sé að ræða hrein sauðfjárbú eða blönduð og hvort líklegt sé að þau muni stuðla að öflugri sauðfjárrækt í landbúnaðarhéruðum þar sem hún er meginbúskapargreinin?
    Framkvæmdanefnd búvörusamninga hefur annast kaup á greiðslumarki. Nefndin hefur ekki látið flokka uppkaupin eftir því hvort greiðslumark hefur verið selt frá hreinum eða blönduðum búum. Flokkun hefur verið gerð eftir stærð sauðfjárbúa, en greiðslumark er því aðeins keypt að allt sé selt frá viðkomandi búi. Niðurstaða þeirrar flokkunar er þessi:

Fjöldi seldra ærgilda Fjöldi seljenda
Greiðslumark undir 100 161
100–199 69
200–299 49
300–399 10
400–500 7
Fjöldi seljanda alls 296

    Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í töflu um sölu á greiðslumarki eftir sýslum má draga þá ályktun að hlutfallslega minna hafi verið selt af svæðum sem byggja hlutfallslega mest á sauðfjárrækt, þó að undanskilinni Vestur-Húnavatnssýslu. Af þessum upplýsingum og yfirliti um flokkun á sölu á greiðslumarki eftir bústærð má draga þá ályktun að uppkaupin styrki sauðfjárræktina sem heild.