Ferill 703. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1119  —  703. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um stjórnsýslu á varnarsvæðinu á Miðnesheiði og Keflavíkurflugvelli.

Frá Kristjáni Pálssyni.



     1.      Telur ráðherra mögulegt að stjórnsýsla sem nú heyrir undir tvö ráðuneyti geti gert það áfram þótt starfsemin færist inn á varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli, t.d. ef innanlandsflug flyst til Keflavíkurflugvallar?
     2.      Telur ráðherra ástæðu til vegna Schengen-samningsins og aukinna umsvifa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar að skoða sameiningu sýslumannsembættanna í Keflavík og á Keflavíkurflugvelli?
     3.      Er að mati ráðherra ástæða til að viðhalda því fyrirkomulagi að öll stjórnsýsla í kringum almenna starfsemi á varnasvæðum á Miðnesheiði heyri undir utanríkisráðuneytið þótt hún tengist ekki beint varnarliðinu?