Ferill 705. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1122  —  705. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um eftirlit á nektarstöðum.

Frá Guðrúnu Ögmundsdóttur.



     1.      Hvað líður afgreiðslu á tillögu samstarfsnefndar Reykjavíkurborgar, dómsmálaráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og samgönguráðuneytis um endurskoðun á reglugerð nr. 587/ 1987, um löggæslu á skemmtunum og um slit á skemmtunum og öðrum samkvæmum, í framhaldi af breytingum á lögum nr. 67/1985, um veitinga- og gististaði, með það að markmiði að kveða nánar á um og auðvelda eftirlit lögreglu með starfsemi veitingastaða, þar á meðal nektarstaða?
     2.      Í hverju felst eftirlit lögreglu með nektarstöðum og á hvaða hátt er það framkvæmt?
     3.      Hefur eftirlit verið aukið með nektarstöðum í kjölfar skýrslu dómsmálaráðherra um vændi? Ef svo er, hvernig er það framkvæmt?


Skriflegt svar óskast.