Ferill 711. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1143  —  711. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um tillögu stjórnvalda um hið svokallaða „íslenska ákvæði“ Kyoto- bókunarinnar.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Er gert ráð fyrir að losun koltvíoxíðs frá Íslandi umfram það 1,6 millj. tonna þak á losun koltvíoxíðs frá stóriðju, sem íslensk stjórnvöld gerðu tillögu um í hinu svokallaða „íslenska ákvæði“ Kyoto-bókunarinnar sem lögð var fram í breyttri mynd á 6. aðildarríkjaþingi rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í Haag í nóvember sl., muni rúmast innan þeirra losunarmarka sem Íslandi voru sett í Kyoto (þ.e. 10% aukning miðað við 1990) og hver yrði hlutfallsleg aukning vegna losunar 1,6 millj. tonna af koltvíoxíði frá stóriðju miðað við losun frá stóriðju 1990?
     2.      Er gert ráð fyrir að keyptir verði losunarkvótar vegna losunar flúorkolefna frá stóriðju (FC, einkum PFC), sem tillaga íslenskra stjórnvalda gerir ráð fyrir að Ísland taki á sig, og hverjum ætlar ríkisstjórnin að bera kostnað af hugsanlegum kvótakaupum?
     3.      Hvaða breytingar hafa orðið á íslensku tillögunni frá því á aðildarríkjaþinginu í Haag og í hvaða mynd verður hún lögð fram á framhaldsþinginu í Bonn 16.–27. júlí nk.?
     4.      Verði tillaga Íslands samþykkt í Bonn og gangi áætlanir um aukna stóriðju eftir, hver verður þá heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju á Íslandi á bókhaldstímabili Kyoto-bókunarinnar 2008–2012, sundurliðað eftir einstökum lofttegundum, og hver verður heildaraukning losunar gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi miðað við viðmiðunarárið 1990?


Skriflegt svar óskast.