Ferill 712. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1144  —  712. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um stöðu Íslands gagnvart rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hver var losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum árið 1999 og hvernig kemur hún út miðað við ákvæði Kyoto-bókunarinnar og miðað við viðmiðunarárið 1990?
     2.      Hvernig hefur spá stjórnvalda um heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hérlendis fyrir árin 2005 og 2010 breyst frá spá þeirri sem birt var í þskj. 139 á 125. löggjafarþingi?
     3.      Hversu mikilli losun gróðurhúsalofttegunda má gera ráð fyrir
                  a.      frá 420.000 tonna álveri í Reyðarfirði,
                  b.      vegna aukningar á ársframleiðslu álvers Norðuráls á Grundartanga í 180.000 tonn,
                  c.      vegna aukningar á ársframleiðslu álvers Ísals í Straumsvík í 200.000 tonn?
     4.      Hvað líður störfum stýrihóps ráðuneytisstjóra um loftslagsmál sem hefur m.a. það verkefni að semja framkvæmdaáætlun um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda?


Skriflegt svar óskast.