Ferill 482. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1155  —  482. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Bogason frá dómsmálaráðuneyti.
    Þá bárust nefndinni umsagnir frá Lögmannafélagi Íslands, ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara.
    Með frumvarpinu er lögð til breyting á almennum hegningarlögum vegna fyrirhugaðrar aðildar Íslands að samningi um öryggi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og tengdra starfsmanna, sem gerður var í New York 9. desember 1994, og mælir allsherjarnefnd með því að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Í stað „11“ í 1. gr. komi: 12.

    Kolbrún Halldórsdóttir, sem sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi, er samþykk afgreiðslu málsins.
    Ólafur Örn Haraldsson, Jónína Bjartmarz og Lúðvík Bergvinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 30. apríl 2001.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir,


form., frsm.


Katrín Fjeldsted.


Ásta Möller.



Hjálmar Jónsson.


Guðrún Ögmundsdóttir.