Ferill 692. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1177  —  692. mál.




Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Soffíu Gísladóttur um Framkvæmdasjóð fatlaðra.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hverjir hafa fengið úthlutanir úr Framkvæmdasjóði fatlaðra, til hvaða framkvæmda og hversu háar upphæðir frá og með árinu 1995?

    Upplýsingarnar sem beðið er um koma fram í eftirfarandi töflum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Skýringar.
     1.      Á árinu 1995 fékk Framkvæmdasjóður fatlaðra 188,8 millj. kr. til viðbótar þeim 330 millj. kr. sem ætlaðar voru til hans á fjárlögum. Annars vegar var um að ræða viðbótarframlag í fjáraukalögum að fjárhæð 108,8 millj. kr. vegna leiðréttingar á mörkuðum tekjum sjóðsins af erfðafjárskatti á árinu 1994 og hins vegar 80 millj. kr. sem voru andvirði Sólborgar á Akureyri.
     2.      Á fjárlögum ársins 1996 hafði sjóðurinn til ráðstöfunar 257 millj. kr. Til viðbótar þeirri fjárhæð komu á fjáraukalögum ársins 88 millj. kr. vegna leiðréttingar á mörkuðum tekjum hans á árinu 1995.
     3.      Í lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1994 var sú breyting gerð á lagaákvæðum um Framkvæmdasjóð fatlaðra að sjóðnum var gert heimilt að verja tilteknu hlutfalli af ráðstöfunarfé sínu til að greiða rekstrarkostnað stofnana fatlaðra. Á árinu 1994 var þetta hlutfall 25%, en það var hækkað í 40% árið 1995.
             Á árinu 1996 voru útgjöld sjóðsins til rekstrarverkefna 141,7 millj. kr. Meðal rekstrarverkefna sem sjóðurinn fjármagnaði var kostnaður við frekari liðveislu, stuðningsfjölskyldur, útskriftir af Kópavogshæli og fleira. Þessum rekstrarverkefnum var létt af sjóðnum í fjárlögum ársins 1997. Frá þeim tíma hefur sjóðurinn aðeins úthlutað fé til tveggja rekstrarverkefna, sem eru greiðslur styrkja til félagslegrar hæfingar og endurhæfingar og kostnaður við starfsemi Stjórnarnefndar málefna fatlaðra. Kostnaður við önnur rekstrarverkefni fékkst á fjárlögum ársins 1997 og hafa þau verið greidd af fjárlögum síðan.