Ferill 626. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1186  —  626. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um sölu kristfjárjarðanna Arnheiðarstaða og Droplaugarstaða í Fljótsdalshreppi.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og hefur umsögn borist frá sveitarstjórn Fljótsdalshrepps.
    Með frumvarpinu er lagt til að heimilt verði að selja kristfjárjarðirnar Arnheiðarstaði og Droplaugarstaði í Fljótsdalshreppi ábúendum og að andvirði þeirra verði varið til félagslegra framkvæmda í hreppnum.
    Mælir nefndin með að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Jónína Bjartmarz var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 8. maí 2001.



Arnbjörg Sveinsdóttir,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.


Pétur H. Blöndal.



Drífa Hjartardóttir.


Kristján Pálsson.


Guðrún Ögmundsdóttir.



Ásta R. Jóhannesdóttir.


Steingrímur J. Sigfússon,


með fyrirvara.