Ferill 555. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1205  —  555. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um tilraunir með brennsluhvata.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir bárust frá Landvernd, Vélskóla Íslands, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Iðntæknistofnun og Samtökum iðnaðarins.
    Tillagan miðar að því að fram fari tilraunir og úttekt á umhverfis- og brennsluáhrifum brennsluhvata, en rannsóknir benda til að brennsluhvatar kunni að draga jafnt úr olíunotkun sem útblæstri lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum.
    Nefndin telur brýnt að málið verði rannsakað frekar.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Árni R. Árnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 8. maí 2001.



Hjálmar Árnason,


form., frsm.


Guðjón Guðmundsson.


Árni Steinar Jóhannsson.



Bryndís Hlöðversdóttir.


Svanfríður Jónasdóttir.


Ísólfur Gylfi Pálmason.



Drífa Hjartardóttir.


Pétur H. Blöndal.
















Prentað upp.