Ferill 228. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1263  —  228. mál.




Svar



landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur og Jóhanns Ársælssonar um leyfi til sjókvíaeldis.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvernig hefur leyfum til sjókvíaeldis verið úthlutað?
     2.      Hverjir hafa slík leyfi nú?
     3.      Hvaða stöðum á landinu eru þau leyfi bundin?
     4.      Hvaða laxastofn er alinn í þessum stöðvum?
     5.      Hvaða aðrar eldisstöðvar eru starfandi eða hafa leyfi til eldis?


    Leyfum til sjókvíaeldis hefur ekki verið úthlutað af einum aðila. Aðilar þurfa að sækja um starfsleyfi til Hollustuverndar ríkisins eða til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga (minni stöðvar) og um rekstrarleyfi til veiðimálastjóra (landbúnaðarráðuneytis eftir lagabreytingar).
    Hollustuvernd gefur eingöngu út leyfi fyrir stærri stöðvar, þ.e. sjókvíastöðvar yfir 200 lestir og landstöðvar yfir 20 lestir. Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga gefa út leyfi fyrir minni eldisstöðvar og allar hafbeitarstöðvar. Minni stöðvarnar eru einnig undanþegnar umhverfismati samkvæmt lögum nr. 106/2000. Leyfi Hollustuverndar og heilbrigðisnefnda taka eingöngu til mengandi þátta í rekstri.
    Rekstrarleyfi landbúnaðarráðherra kemur samkvæmt lögum í kjölfar starfsleyfis. Það tekur til vistfræðilegra, erfðafræðilegra og sjúkdómstengdra þátta sem tengjast eldinu. Að því er varðar laxfiska er vægi þessa leyfis mjög mikið og eftirlit með stöðvum þarf að vera gott.
    Sjókvíastöðvar í töflunni hér á eftir hafa allar fengið starfsleyfi Hollustuverndar eða heilbrigðisnefnda en eingöngu Salar Islandica, Silungur og Sæsilfur hafa fengið rekstrarleyfi.
    Staðsetning viðkomandi eldisstöðva er tilgreind í töflunni.
     Síðan kynbætur hófust í laxeldi hjá Stofnfiski hf. upp úr 1990 hafa strandeldisstöðvar hér á landi eingöngu notað norskættaðan kynbættan laxastofn, sem fluttur var til landsins um 1983. Sá stofn er nú nýttur til eldis í sjókvíum, þar sem aðrir laxastofnar hér á landi eru ónothæfir fyrir slíkt eldi.
     Allar eldisstöðvar hér á landi eru taldar upp í töflunni ásamt upplýsingum um staðsetningu og þá fisktegund, sem alin er.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Eldisstöðvar á Íslandi og tegundir í eldi.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.