Ferill 585. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1398  —  585. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Lúðvíks Bergvinssonar um kostnað við Borgartún 21.

     1.      Hver er heildarkostnaður ríkissjóðs við flutning ýmissa ríkisstofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins í Borgartún 21, sundurliðaður eftir fyrirtækjum og stofnunum? Óskað er eftir að fram komi allur annar kostnaður en leigugreiðslur.
    Í fyrri töflunni hér á eftir kemur fram viðbótarkostnaður sem greiddur var verktaka hússins fyrir aðlögun húsnæðisins að þörfum einstaka stofnana og fyrirtækja, en hann nam um 197 millj. kr. Húsnæðið sem hefur verið tekið á leigu er að flatarmáli um 9.078 m 2, þannig að aðlögunarkostnaður sem greiddur var verktaka nam um 21.700 kr. á hvern m 2 húsnæðis.
    Í næstu töflu er að finna yfirlit yfir annan kostnað sem stofnanir hafa greitt í tengslum við flutninginn samkvæmt upplýsingum frá viðkomandi stofnun. Þar er um að ræða kostnað við húsgögn, tölvu- og símalagnir, lausar innréttingar, flutning, búnað o.fl. eftir ákvörðun þeirra. Alls nemur sá kostnaður um 115 millj. kr.

Aðlögunarkostnaður vegna Borgartúns 21.


Þús. kr.

Íbúðalánasjóður
Milliveggir og innréttingar 3.423
Loftræsting 9.422
Sérkerfi 9.142
Sameignarkostnaður 6.840
Breytingar á húsnæði 4.520
Samtals 33.349
Löggildingarstofa
Milliveggir og innréttingar 4.665
Loftræsting 6.244
Sérkerfi 3.269
Sameignarkostnaður 3.235
Breytingar á húsnæði 4.339
Loftræstistokkur í kjallara 720
Samtals 22.474
Yfirskattanefnd
Milliveggir og innréttingar 11.168
Loftræsting 13.579
Loftræsting samkvæmt lýsingu -1.292
Sérkerfi 2.967
Sameignarkostnaður 2.323
Flísalögn á gólf 102
Samtals 28.848
Fasteignamat ríkisins
Milliveggir og innréttingar 7.916
Loftræsting 13.468
Sérkerfi 6.589
Sameignarkostnaður 3.725
Samtals 31.700
Barnaverndarstofa
Milliveggir og innréttingar 6.783
Loftræsting 4.390
Sérkerfi 1.941
Sameignarkostnaður 1.534
Samtals 14.650
Ríkissáttasemjari
Milliveggir og innréttingar 11.189
Loftræsting 10.495
Sérkerfi 4.244
Sameignarkostnaður 2.925
Aðstaða í kjallara 300
Þakgluggar 320
Samtals 29.475
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Milliveggir og innréttingar 14.453
Loftræsting 6.936
Sérkerfi 2.953
Sameignarkostnaður 2.643
Breyting á húsnæði 2.920
Loft og gólffrágangur í kjallara 1.150
Raflagnir í lýsing í kjallara 1.155
Samtals 32.211
Geymslur
Milliveggir og hurðir 3.978
Sameignarkostnaður 707
Samtals 4.685
Sameign
Sólstoppgler 5.780
Húsvarsla 500
Veggir í kjallara o.fl. í sameign 10.416
Breytingar á verkfræðihönnun 1.173
Breytingar á lögnum o.fl. 368
Breytingar á byggingarnefnd o.fl. 3.736
Skilti á lóð, fánastangir o.fl. 1.397
Annað og ófyrirséð 314
Samtals* 23.685
Samtals allar stofnanirnar 197.396
* Fjárhæðin deilist á hverja stofnun fyrir sig undir liðnum „Sameignarkostnaður“

Flutningskostnaður stofnana ríkisins í Borgartúni 21.


Þús. kr.
Barnaverndarstofa
Innréttingar 3.157
Húsgögn 2.084
Búnaður í sameign (hlutdeild) 583
Síma- og fjarskiptabúnaður 843
Gluggatjöld 375
Blóm og garðyrkjuvörur 408
Sérfræðiþjónusta 122
Sendibifreiðar 191
Ræsting, áhöld og tæki 367
Samtals 8.130
Fasteignamat ríkisins
Húsgögn 12.701
Annar búnaður 3.961
Búnaður í sameign (hlutdeild) 1.532
Skjalageymslur 5.683
Flutningur 1.130
Lagnir 1.970
Tæknibúnaður og sérfræðiþjónusta 5.793
Ýmislegt 234
Endurgreiddur virðisaukaskattur -135
Samtals 32.869
Íbúðalánasjóður
Búnaður og innréttingar 21.740
Búnaður í sameign (hlutdeild) 2.762
Tölvu- og símalagnir 4.626
Sérfræðiþjónusta, þ.m.t. hönnun 2.467
Annað 1.159
Akstur 1.104
Þrif 360
Samtals 34.218
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Hönnunarkostnaður 1.050
Flutningskostnaður 799
Búnaður í sameign (hlutdeild) 1.046
Búnaður:
Húsgögn og eldhústæki 1.474
Skjalaskápar 2.912
Tölvu- og símalagnir 3.421
Gluggatjöld 441
Gólfbón 363
Seldar innréttingar -4.500
Samtals 7.006
Löggildingarstofa
Húsgögn og innréttingar 6.340
Búnaður í sameign (hlutdeild) 1.378
Fjarskiptabúnaður 2.233
Hugbúnaðargerð 3.618
Gardínur 501
Sérfræðiþjónusta 2.953
Auglýsingar og prentun bréfsefna 823
Sendibílar 464
Tölvubúnaður 2.944
Önnur smáverk 162
Samtals 21.416
Ríkissáttasemjari
Húsgögn og annar búnaður 1.438
Búnaður í sameign (hlutdeild) 1.255
Gluggatjöld 641
Símkerfi 1.021
Hönnun 290
Flutningskostnaður 400
Samtals 5.045
Yfirskattanefnd
Hönnunarkostnaður 1.266
Búnaður í sameign (hlutdeild) 964
Flutningskostnaður 401
Símstöð 1.188
Skjalaskápar á hjólum 1.051
Tölvutengiskápur, lagnir og tengikostnaður 905
Sóltjöld og gluggatjöld 588
Annar búnaður 264
Samtals 6.627

     2.      Hvernig kom ríkissjóður að byggingu hússins? Var gerður samningur um nýtingu hússins áður en smíði þess hófst eða kom hann til síðar? Hafi hann verið gerður í upphafi, hvernig hefur greiðslum verið háttað hingað til og hversu háar eru þær?
    Á Þorláksmessu árið 1998 skrifaði fjármálaráðuneytið undir viljayfirlýsingu þess efnis að leigja 2.–5. hæð óbyggðs húss við Borgartún 21. Um var að ræða 4.600 m 2 skrifstofuhúsnæði ásamt um 1000 m 2 í kjallara. Húsaleigusamningur um eignina var í framhaldinu undirritaður af leigusala eignarinnar og Fasteignum ríkissjóðs og staðfestur af ráðuneytinu hinn 30. mars 1999. Ákveðið var að Fasteignir ríkissjóðs tækju eignina á leigu og framleigðu hana til notenda.
    Þegar viljayfirlýsingin var undirrituð hafði um skeið verið unnið að því að leysa húsnæðismál nokkurra stofnana ríkisins og má þar nefna embætti ríkissáttasemjara, Fasteignamat ríkisins, Löggildingarstofu, ríkislögreglustjóra og yfirskattanefnd. Eftir undirritun kom í ljós áhugi á húsnæðinu hjá fleiri stofnunum ríkisins sem höfðu verið að huga að húsnæðismálum sínum. Í maí 1999 ákvað Íbúðalánasjóður að taka á leigu hluta af húsnæðinu, í júlí 1999 Barnaverndarstofa og í október 1999 Lánasjóður íslenskra námsmanna. Vegna þessara ákvarðana voru undirritaðir tveir viðaukasamningar við leigusala. Haustið 1999 var ljóst að allt húsið yrði leigt fyrir stofnanir og ríkisfyrirtæki. Á sama tíma lá fyrir ákvörðun um að leysa húsnæðismál ríkislögreglustjóra með öðrum og hentugri hætti fyrir starfsemi hans.
    Í samningunum við leigusala var leiguverð miðað við ákveðnar skilgreindar forsendur sem komu fram í húslýsingum og teikningum. Samkvæmt þeim gögnum var gert ráð fyrir að sameign yrði skilað fullfrágenginni með tveimur lyftum. Að utan yrði húsinu skilað fullfrágengnu með frágenginni lóð og malbikuðum bílastæðum. Að innan var gert ráð fyrir almennu frekar opnu skrifstofurými með sameiginlegu mötuneyti á efstu hæð.
    Gert var ráð fyrir að stofnanirnar þyrftu sjálfar að aðlaga hvert rými að eigin þörfum. Ef gera þurfti breytingar á magni innveggja komu þeir veggir sem fylgdu hverju rými samkvæmt leigusamningunum til frádráttar kostnaði stofnunarinnar við innréttinguna. Sama gilti um loftræstingu, hljóðeinangrun og aðra þætti sem nauðsynlegt þótti að breyta við aðlögunina. Það sem átti að fylgja hverju rými samkvæmt samningunum kom þá til frádráttar heildarkostnaði.
    Fyrir utan fyrrtalinn kostnað við aðlögunina var í samningunum gert ráð fyrir því að leigjandi kostaði sjálfur tölvulagnir, afgreiðsluborð, ýmis sérkerfi, tækjabúnað í sameiginlegt mötuneyti, sérinnréttingar og sérkröfur vegna þarfa einstakra stofnana.
    Kostnaðartölur vegna samninganna koma fram í töflunum hér að framan.

          3.      Til hve langs tíma eru þeir leigusamningar sem gerðir hafa verið og hversu háar leigugreiðslur innir ríkissjóður af hendi árlega, sundurliðað eftir stofnunum, félögum og fyrirtækjum?
    Húsið var afhent til notkunar á tímabilinu febrúar til maí 2000. Öllum samningunum lýkur hins vegar 31. janúar 2020 eða u.þ.b. 20 árum eftir undirritun þeirra. Ríkissjóður hefur auk þess forleigu- og forkaupsrétt að húsnæðinu.
     Þegar samningar voru undirritaður við leigusala var leigufjárhæðin 950 kr. á m 2 fyrir skrifstofuhúsnæði á fjórum hæðum hússins (2.–5. hæð). Á jarðhæð var leigufjárhæð 1.250 kr. Ekki reiknast virðisaukaskattur ofan á fjárhæðina. Leigufjárhæðir eru bundnar vísitölu neysluverðs.
    Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignum ríkissjóðs var húsaleiga fyrir febrúar 2001 9.975 þús. kr. og sundurliðast hún með eftirfarandi hætti:


Leigjandi

Leiga á mánuði
Fermetrar
með sameign

Leiga á ári
Ríkissáttasemjari
1.216.000 1.163 14.592.000
Fasteignamat ríkisins
1.500.000 1.436 18.000.000
Barnaverndarstofa
570.000 545 6.840.000
Löggildingarstofa
1.543.000 1.476 18.516.000
Yfirskattanefnd
950.000 910 11.400.000
Íbúðalánasjóður
2.996.000 2.569 35.952.000
LÍN
1.200.000 976 14.400.000
Samtals
9.975.000 119.700.000

    Löggildingarstofa endurleigir utanaðkomandi aðila um 150 m 2 og kemur sú fjárhæð til frádráttar framangreindum leigugreiðslum. Auk þess hafa stofnanirnar tekið á leigu 46 bílastæði umfram þau sem fylgdu húsinu og greiða þær um 366.000 kr. fyrir þau á mánuði.