Breyting á XX. viðauka við EES-samninginn (umhverfismál)

Fimmtudaginn 31. janúar 2002, kl. 14:43:52 (3844)

2002-01-31 14:43:52# 127. lþ. 67.3 fundur 321. mál: #A breyting á XX. viðauka við EES-samninginn (umhverfismál)# þál., ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 127. lþ.

[14:43]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Hæstv. forseti. Eins og fram kom í máli hv. þm. Tómasar Inga Olrichs rita ég undir nál. hv. utanrmn. í þessu máli. Ég er komin hingað upp í þeim tilgangi að benda á nauðsyn þess að samhliða því að tilskipun Evrópusambandsins um þetta efni verði leidd í lög á Íslandi fari fram nauðsynleg vinna í umhvrn. og samið verði frv. um einhvers konar mengunarbótalöggjöf. Þar er mikil vinna óunnin. Ég hygg að um það sé full samstaða að mjög gott væri ef sú vinna gæti haldist í hendur, að fá þessi mál hér til umfjöllunar og að umhvrn. hefji þá vinnu sem þarf að vinna vegna mengunarbótalöggjafar. Þar erum við því miður þó nokkuð á eftir og þyrftum að bretta upp ermarnar.