Yfirlýsing frá þingflokki Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs

Fimmtudaginn 07. febrúar 2002, kl. 15:33:43 (4276)

2002-02-07 15:33:43# 127. lþ. 73.93 fundur 321#B yfirlýsing frá þingflokki Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs# (um fundarstjórn), Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 127. lþ.

[15:33]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill að gefnu tilefni árétta að þessi umræða um fundarstjórn forseta, þar sem raunar er verið að fjalla um fundarstjórn forseta frá í gær en ekki í dag eins og venja er til, hefði strangt til tekið átt að heyra undir málaflokkinn athugasemdir um störf þingsins. Forseti heimilaði hins vegar að þessi yfirlýsing yrði lesin.

Forseti vill minna á að það var ekki ætlan þeirra sem yfirlýsinguna fluttu að hér færi fram almenn umræða og biður því hv. þingmenn að stilla nú umræðu frekar í hóf en hitt í ljósi þess sem allir þingmenn hafa áréttað, að hæstv. forseti Halldór Blöndal sem stjórnaði fundi í gær og er hér til umræðu, er ekki hér í salnum og getur þar af leiðandi ekki tekið þátt í þessari umræðu.