Lyf sem falla út af sérlyfjaskrá

Miðvikudaginn 20. mars 2002, kl. 14:33:36 (6310)

2002-03-20 14:33:36# 127. lþ. 101.3 fundur 447. mál: #A lyf sem falla út af sérlyfjaskrá# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., RHák
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 127. lþ.

[14:33]

Ragnheiður Hákonardóttir:

Herra forseti. Ég vil koma inn í þessa umræðu og þá fyrirspurn sem hér liggur fyrir og vil ítreka að það velur sér enginn heilsubrest og því síður að þurfa vegna heilsufars lífsnauðsynlega að vera á lyfjum.

Hér hafa verið nefnd lyf eins og thyroxin-natrium sem skjaldkirtilssjúklingar eru mjög háðir sem öðrum. Það er lífsnauðsynlegt fyrir fólk að hafa þau lyf til daglegra nota. Ekkert kemur í staðinn.

Ég lít svo á, hæstv. ráðherra, að allir þeir sem við slíkar aðstæður búa hljóti að hafa frekari aðgang að þessum lyfjum og í rauninni ætti þau að vera frí. Það kæmi heilbrigðiskerfinu í landinu best og Tryggingastofnun að þessir einstaklingar þyrftu ekki að búa við sjúkleika sinn vegna skorts á lyfjum.