Vistvænt eldsneyti

Miðvikudaginn 20. mars 2002, kl. 15:45:27 (6337)

2002-03-20 15:45:27# 127. lþ. 101.10 fundur 585. mál: #A vistvænt eldsneyti# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 127. lþ.

[15:45]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Hæstv. forseti. Ég hjó eftir því í máli hæstv. iðnrh. að iðnrn. er ekki aðili að grunnrannsóknum á frumstigi eins og hæstv. ráðherra orðaði það. Þar held ég einmitt, herra forseti, að hnífurinn standi í kúnni vegna þess að þó svo að einhver verkefni séu í gangi og menn tali um vetni sem orkubera framtíðarinnar þá eru, eins og hæstv. ráðherra tók fram, mjög mörg vandamál óleyst og þau vandamál verða ekki leyst nema með auknum rannsóknum og fleiri tilraunum. Rannsóknir og tilraunir kosta peninga og stundum mikla peninga. En með því að ríkið leggi fé í þetta, þá uppskerum við vonandi ríkulega í framtíðinni.