Flugmálaáætlun árið 2002

Þriðjudaginn 09. apríl 2002, kl. 18:40:30 (7344)

2002-04-09 18:40:30# 127. lþ. 115.16 fundur 681. mál: #A flugmálaáætlun árið 2002# þál. 27/127, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 127. lþ.

[18:40]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég get tekið undir það með hv. þingmanni að við þurfum að snúa bökum saman sem teljum að Reykjavíkurflugvöllur gegni mikilvægu hlutverki. Sú áætlun sem við ræðum hér gerir ráð fyrir því að ljúka framkvæmdum og ganga frá umhverfi Reykjavíkurflugvallar þannig að við getum verið stolt af og eins og hæfir höfuðborginni.

Aðeins út af skoðanakönnunum. Í fyrra var gerð könnun sem sýndi að meiri hluti kjósenda í Reykjavík vildi að flugvöllurinn yrði áfram. Mjög umfangsmikil skoðanakönnun sýndi það. Síðan var kosið um hvort völlurinn ætti að fara eða vera og það var nánast, eins og ég hef sagt, bræðrabylta. Það var varla sjónarmunur á þeim fylkingum sem tóku þátt í kosningunum. Ég minni á að mjög fáir kusu og ég lít svo á að þessi kosning hafi í raun ekki verið marktæk.